Innlent

Ekið á hross og hreindýr

Fjögur hross drápust en ökumaður og farþegi sluppu ómeiddir þegar stórum sendibíl var ekið á hrossahóp á þjóðveginum í Víðidal í Austur-Húnavatnssýslu í gær. Bíllinn skemmdist mikið. Þá drápust fjögur hreindýr þegar þau urðu fyrir flutningabíl austur á Jökuldal í fyrrinótt. Ökumann sakaði ekki en lögreglan á Egilsstöðum bendir á að ökumönnum fólksbíla kunni að stafa mun meiri hætta af slíku og varar fólk við að það megi búast við hreindýrum á veginum á þessum slóðum og á Fljótsdalsheiði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×