Óbeinar reykingar mjög skaðlegar 22. janúar 2005 00:01 Óbeinar reykingar eru mjög skaðlegar og valda miklu heilsutjóni á vinnustöðum, samkvæmt erindi sem sænskur lungnasérfræðingur flutti á Læknadögum sem haldnir voru í Reykjavík. Það er óviðunandi að vinnuvernd nái ekki yfir starfsfólk veitingastaða, segir formaður Tóbakasvarnaráðs. Á Læknadögum var fjallað um skaðsemi óbeinna reykinga, meðal annars vegna fyrirhugaðrar lagasetningar hér á landi, þar sem banna á reykingar á veitingastöðum og skemmtistöðum, en litið er á lögin sem eitt brýnasta vinnuverndarmál hérlendis. Dr. Göran Boethius lungnasérfræðingur sagði í erindi sínu sannanir liggja fyrir um að óbeinar reykingar væru skaðlegar og benti á að lungnakrabbamein væri algengara hjá starfsfólki veitinga- og skemmtistaða en hjá öðrum starfsstéttum. Hann sagði enn fremur að um sömu áhrif væri að ræða og kæmu fram hjá virku reykingafólki og það skipti máli hve lengi fólk væri í reykumhverfi og hve megn reykurinn væri. Hann sagði einnig að það hefði komið skýrt fram í rannsóknum að óbeinar reykingar hefðu áhrif og auk þess hefði komið í ljós að barnshafandi konur sem ynnu í slíku umhverfi kæmu tvöfalt verr út, bæði hvað þær sjálfar varðaði og börnin. Það væri alveg ljóst að óbeinar reykingar hefðu áhrif á þungunina þannig að fæðingarþyngd yrði minni og meðganga styttri. Pétur Heimisson, formaður Tóbaksvarnaráðs, bendir á að í mörg ár hafi verið í gildi lög sem segi að á öllum vinnustöðum eigi að vera reyklaust umhverfi nema á veitinga- og skemmtistöðum. Með öðrum orðum sé ákveðið að vinnuvernd eigi að vera til handa öllu vinnandi fólki í landinu nema þessum ákveðnu stéttum og það sé ekki ásættanlegt. Fréttir Innlent Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Óbeinar reykingar eru mjög skaðlegar og valda miklu heilsutjóni á vinnustöðum, samkvæmt erindi sem sænskur lungnasérfræðingur flutti á Læknadögum sem haldnir voru í Reykjavík. Það er óviðunandi að vinnuvernd nái ekki yfir starfsfólk veitingastaða, segir formaður Tóbakasvarnaráðs. Á Læknadögum var fjallað um skaðsemi óbeinna reykinga, meðal annars vegna fyrirhugaðrar lagasetningar hér á landi, þar sem banna á reykingar á veitingastöðum og skemmtistöðum, en litið er á lögin sem eitt brýnasta vinnuverndarmál hérlendis. Dr. Göran Boethius lungnasérfræðingur sagði í erindi sínu sannanir liggja fyrir um að óbeinar reykingar væru skaðlegar og benti á að lungnakrabbamein væri algengara hjá starfsfólki veitinga- og skemmtistaða en hjá öðrum starfsstéttum. Hann sagði enn fremur að um sömu áhrif væri að ræða og kæmu fram hjá virku reykingafólki og það skipti máli hve lengi fólk væri í reykumhverfi og hve megn reykurinn væri. Hann sagði einnig að það hefði komið skýrt fram í rannsóknum að óbeinar reykingar hefðu áhrif og auk þess hefði komið í ljós að barnshafandi konur sem ynnu í slíku umhverfi kæmu tvöfalt verr út, bæði hvað þær sjálfar varðaði og börnin. Það væri alveg ljóst að óbeinar reykingar hefðu áhrif á þungunina þannig að fæðingarþyngd yrði minni og meðganga styttri. Pétur Heimisson, formaður Tóbaksvarnaráðs, bendir á að í mörg ár hafi verið í gildi lög sem segi að á öllum vinnustöðum eigi að vera reyklaust umhverfi nema á veitinga- og skemmtistöðum. Með öðrum orðum sé ákveðið að vinnuvernd eigi að vera til handa öllu vinnandi fólki í landinu nema þessum ákveðnu stéttum og það sé ekki ásættanlegt.
Fréttir Innlent Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira