Lífið

Ólýsanleg tilfinning

"Þetta er alveg rosalega gaman og eiginlega ólýsanleg tilfinning," segir Rósa Júlía Steinþórsdóttir viðskiptafræðingur og fótboltastjarna þegar hún er spurð út í móðurhlutverkið. Rósa Júlía eignaðist dótturina Thelmu Sól í desember 2003. Þetta er fyrsta barn hennar og móðurhlutverkið leggjast vel í hana. "Þetta er mikið fjör og þá sérstaklega núna þegar hún er orðin þetta gömul. Það er allt að gerast, hún er farin að skríða út um allt og labba meðfram hlutum. Það er mjög spennandi að fylgjast með og reyna að passa upp á kúlur og marbletti sem því fylgir." Rósa Júlía segist ekki farin að huga að frekari barneignum en segist samt geta hugsað sér það innan þriggja ára. Fyrst ætli hún aðeins að dekra við Thelmu Sól. Rósa er helst þekkt sem varnarjaxl og fyrirliði í knattspyrnunni hjá Val en hefur ekki látið sjá sig á vellinum upp á síðkastið. "Nú hef ég kynnst hinu ljúfa lífi sem felst í því að vera heima í rólegheitunum. Ég er að taka þessa leti út og ætla að fara að hreyfa mig aftur þótt það verði ekki endilega í fótboltanum." Lestu ítarlegt viðtal við Rósu Júlíu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.