Lífið

Ungbarnanudd styrkir líkama og sál

"Ungbarnanudd er upprunnið í Indlandi en þar er hefð að nudda börnin," segir Elínborg Lárusdóttir sem kennir ungbarnanudd Elínborgar og bætir við að þaðan hafi nuddið borist til vesturlanda. "Rannsóknir hafa sýnt fram á að ungabarnanudd er gott fyrir öll börn. Börnin verða þyngjast hraðar og börnin verða værari og þetta eykur öryggistilfinningu þeirra og stuðlar að værum svefni. Ungbarnanudd getur líka verið gott við magakveisu og krampa og síðast en ekki síst styrkir þetta sambandið á milli foreldra og barna og gerir góð sambönd betri," segir Elínborg og bætir við að hún vilji einnig fá pabbana og eldri systkini með í tímana. "Börnin læra að slaka á og venjast snertingu og getur það komið sér vel þegar á unglingsárin er komið. Í lokin bendir Elínborg á að ungbarnanudd styrkir bæði líkama og sál og stuðlar að tengingu innan fjölskyldunnar." Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.