Erlent

Þrír Palestínumenn drepnir

Ísraelskir hermenn skutu í nótt þrjá herskáa Palestínumenn til bana við Vesturbakkann. Að sögn vitna eltu ísraelskir herjeppar Palestínumennina, sem hófu skothríð á flótta sínum. Hermennirnir skutu þá til baka og drápu tvo mannanna, og eltu svo þann þriðja uppi og drápu hann líka. Þetta eru fyrstu dauðsföllin af völdum Ísraelshers á svæðinu síðan brottfluttningnum frá Gaza lauk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×