Baráttumaður fyrir jafnrétti kynja 20. júní 2005 00:01 Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra vísar því á bug að hafa sagt að staða konunnar sé á bak við eldavélina. Hann segist vera baráttumaður fyrir jafnrétti kynjanna þótt ekki sé til sérstök jafnréttisáætlun í landbúnaðarráðuneytinu. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær hvatti Berglind Rós Magnúsdóttir, fráfarandi jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, Guðna Ágústsson til að taka sig á í jafnréttismálum og vísaði meðal annars til þess að landbúnaðarráðuneytið væri eina ráðuneytið sem ekki byggi yfir jafnréttisáætlun. Guðni segir sig þó vera framarlega í flokki jafnréttissinna. Frá því að hann hafi tekið við landbúnaðarráðuneytinu hafi átta af tíu háskólamenntuðum fulltrúum sem ráðnir hafi verið til starfa verið konur. Hlutur hans sé því allgóður í þessu efni. Guðni segir ráðuneytið hafa ráðið starfsmann sem jafnréttisfulltrúa þess og að það fari eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málum en hafi ekki gert sérstaka jafnréttisáætlun sökum þess hve lítið ráðuneytið er, en eins og fram kemur í jafnréttislögum eru fyrirtæki og stofnanir sem hafa að bera 25 starfsmenn eða fleiri hvött til þess að að gera jafnréttisáætlun. Guðni segir að ef landbúnaðarráðuneytið sé hengt upp sem einhver sökudólgur en sé kannski í fremstu röð í jafnréttismálum þá þyki honum það sjálfsagður hlutur. Guðni segir konur ekki nógu duglegar að sækja sjálfar í ákveðin störf. Konur í sveitum séu mjög hæfir foringjar og mikilir félagsmálamenn en láti ákveðinn vettvang eiga sig í félagsmálastarfinu og láti karlmönnum hann eftir. Hann sakni þeirra þar. Guðni segist vilja sjá fleiri konur í forystustörfum í bændasamtökum og að hann hafi aldrei sagt konuna eiga heima á bak við eldavélina. Þetta sé falleg saga sem einhver hafi búið til en þetta sé ekki líkt föður sem einungis eigi þrjár dætur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra vísar því á bug að hafa sagt að staða konunnar sé á bak við eldavélina. Hann segist vera baráttumaður fyrir jafnrétti kynjanna þótt ekki sé til sérstök jafnréttisáætlun í landbúnaðarráðuneytinu. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær hvatti Berglind Rós Magnúsdóttir, fráfarandi jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, Guðna Ágústsson til að taka sig á í jafnréttismálum og vísaði meðal annars til þess að landbúnaðarráðuneytið væri eina ráðuneytið sem ekki byggi yfir jafnréttisáætlun. Guðni segir sig þó vera framarlega í flokki jafnréttissinna. Frá því að hann hafi tekið við landbúnaðarráðuneytinu hafi átta af tíu háskólamenntuðum fulltrúum sem ráðnir hafi verið til starfa verið konur. Hlutur hans sé því allgóður í þessu efni. Guðni segir ráðuneytið hafa ráðið starfsmann sem jafnréttisfulltrúa þess og að það fari eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málum en hafi ekki gert sérstaka jafnréttisáætlun sökum þess hve lítið ráðuneytið er, en eins og fram kemur í jafnréttislögum eru fyrirtæki og stofnanir sem hafa að bera 25 starfsmenn eða fleiri hvött til þess að að gera jafnréttisáætlun. Guðni segir að ef landbúnaðarráðuneytið sé hengt upp sem einhver sökudólgur en sé kannski í fremstu röð í jafnréttismálum þá þyki honum það sjálfsagður hlutur. Guðni segir konur ekki nógu duglegar að sækja sjálfar í ákveðin störf. Konur í sveitum séu mjög hæfir foringjar og mikilir félagsmálamenn en láti ákveðinn vettvang eiga sig í félagsmálastarfinu og láti karlmönnum hann eftir. Hann sakni þeirra þar. Guðni segist vilja sjá fleiri konur í forystustörfum í bændasamtökum og að hann hafi aldrei sagt konuna eiga heima á bak við eldavélina. Þetta sé falleg saga sem einhver hafi búið til en þetta sé ekki líkt föður sem einungis eigi þrjár dætur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira