Innlent

Engar sættir í Garðasókn

"Ég sagði sem var, að sættir hefðu verið reyndar og ekki tekist," segir Matthías G. Pétursson, formaður Garðasóknar, en áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur sent málsaðilum í deilumálinu í Garðasókn sáttatillögu. Sóknarpresturinn, Hans Markús Hafsteinsson, lýsti sig reiðubúinn til sátta en gagnaðilar hans ekki. "Ég svaraði erindinu þannig fyrir hönd sóknarprestsins að hann væri reiðubúinn til þrautar að ná sáttum sem allir gætu unað við og hann rétti þannig fram sáttahönd en því höfnuðu hinir," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Hans Markúsar. Lögmenn sóknarformannsins og varaformanns sóknarinnar auk djákna og prests hafa hafnað sáttatillögu Páls Sigurðssonar, formanns áfrýjunarnefndarinnar. Er því búist við að áfrýjunarnefndin kveði upp úrskurð sinn í málinu á næstu dögum en Hans Markús hefur þegar tilkynnt að hann muni ekki una úrskurði áfrýjunarnefndarinnar um tilfærslu í starfi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×