Innlent

Mikil aukning á veltu dagvöru

MYND/Vísir
Velta dagvöruverslana var 13 prósentum meiri í maí en í sama mánuði árið 2004, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga, samkvæmt nýjustu mælingu Rannsóknaseturs verslunarinnar. Í tilkynningu frá Rannsóknarsetrinu segir að velta dagvöru hafi aldrei aukist jafn mikið á 12 mánaða tímabili síðan byrjað var að reikna smásöluvísitöluna árið 2001. Sala á áfengi jókst einnig mikið, eða um 10,8 prósent og þá hefur velta lyfjavöruverslana aukist um 6,4 prósent á einu ári. Verðvísitala dagvöru hefur lækkað um 6,4 prósent frá því í maí í fyrra á meðan verð á áfengi hefur nokkurn veginn staðið í stað. Verðhækkanir í lyfjasmásölu síðustu 12 mánuði nema 3,2 prósentum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×