Innlent

Verðbólga hér næstminnst innan EES

Verðbólga á Íslandi er sú næstminnsta innan Evrópska efnahagssvæðisins. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að verðbólgan á Íslandi miðað við samræmda neyluverðsvísitölu EES-landanna var 0,5 prósent en lægst var hún í Svíþjóð, eða 0,2 prósent. Yfir tólf mánaða tímabil var verðbólgan mest í Lettlandi, 6,5 prósent og 3,7 prósent í Lúxemborg. Samræmd neysluverðsvísitala EES-svæðisins hækkaði um 0,2 prósent í síðasta mánuði miðað við aprílmánuð. Frá maí í fyrra til maí í ár var verðbólgan mæld með samræmdri vísitölu neysluverð að meðaltali 1,9 prósent í ríkjum EES sem og á evrusvæðinu en 0,5 á Íslandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×