Samstaða sé um lagabreytingu 25. apríl 2005 00:01 Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir að unnið sé að breytingum á eftirlaunalögunum í forsætisráðuneytinu. Þverpólitísk samstaða sé um að breyta ákvæði sem hafi einnig verið fyrir hendi í eldri lögum sem gefi fyrrverandi ráðherrum færi á að taka full eftirlaun ráðherra þótt þeir séu enn í fullu starfi hjá hinu opinbera. Hann varar við því að ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins í fréttum Stöðvar 2 á föstudag séu oftúlkuð. Sjálfstæðismenn sem rætt var við í dag töldu hinsvegar enga ástæðu til breytinga. Breytingar á eftirlaunalögunum um síðustu áramót höfðu það í för með sér að fyrrverandi ráðherrar geta nú þegið eftirlaun allt frá 55 ára aldri. Sá möguleiki var fyrir hendi í eldri lögum að menn gætu þegið eftirlaun ráðherra og verið jafnframt í fullu starfi en sá hópur stækkaði til muna við breytinguna. Sjö fyrrverandi ráðherrar þáðu í fyrra full eftirlaun ráðherra ásamt því að vera í forstjórastarfi hjá ríkinu. Tveir fyrrverandi ráðherrar bættust svo í hópinn eftir að umræðan komst í hámæli eftir áramótin. Breytingar á eftirlaunalögunum hafa ekki komið til umræðu í þingflokkum stjórnarflokkanna. Þær upplýsingar hafa þó fengist úr forsætisráðuneytinu að verið sé að vinna að útfærslu slíkra breytinga. Formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því svo óvænt yfir á föstudag að hann teldi enga ástæðu til að breyta lögunum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki koma í viðtal í dag og svara því hvort skilja mætti ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins í fréttum Stöðvar 2 á föstudag svo að óeining væri innan ríkisstjórnarinnar um málið. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir hins vegar að enn sé unnið að breytingum í forsætisráðuneytinu. Forsendur séu óbreyttar enda hafi það komið fram á þingi á sínum tíma að þverpólitískur vilji væri fyrir breytingunum. Hjálmar segir að menn megi ekki oftúlka orð utanríkisráðherra og verði að greina á milli tveggja mála, annars vegar eftirlaunafrumvarpsins sem fram hafi komið fyrir rúmu ári og hafi verið samþykkt og hins vegar eldra ákvæðis sem komið hafi í ljós þegar seinna frumvarpið hafi verið til umfjöllunar. Það sé það ákvæði sem menn hafi virst sammála um að breyta og hann viti ekki betur en að það sé í eðlilegri vinnslu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir að unnið sé að breytingum á eftirlaunalögunum í forsætisráðuneytinu. Þverpólitísk samstaða sé um að breyta ákvæði sem hafi einnig verið fyrir hendi í eldri lögum sem gefi fyrrverandi ráðherrum færi á að taka full eftirlaun ráðherra þótt þeir séu enn í fullu starfi hjá hinu opinbera. Hann varar við því að ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins í fréttum Stöðvar 2 á föstudag séu oftúlkuð. Sjálfstæðismenn sem rætt var við í dag töldu hinsvegar enga ástæðu til breytinga. Breytingar á eftirlaunalögunum um síðustu áramót höfðu það í för með sér að fyrrverandi ráðherrar geta nú þegið eftirlaun allt frá 55 ára aldri. Sá möguleiki var fyrir hendi í eldri lögum að menn gætu þegið eftirlaun ráðherra og verið jafnframt í fullu starfi en sá hópur stækkaði til muna við breytinguna. Sjö fyrrverandi ráðherrar þáðu í fyrra full eftirlaun ráðherra ásamt því að vera í forstjórastarfi hjá ríkinu. Tveir fyrrverandi ráðherrar bættust svo í hópinn eftir að umræðan komst í hámæli eftir áramótin. Breytingar á eftirlaunalögunum hafa ekki komið til umræðu í þingflokkum stjórnarflokkanna. Þær upplýsingar hafa þó fengist úr forsætisráðuneytinu að verið sé að vinna að útfærslu slíkra breytinga. Formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því svo óvænt yfir á föstudag að hann teldi enga ástæðu til að breyta lögunum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki koma í viðtal í dag og svara því hvort skilja mætti ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins í fréttum Stöðvar 2 á föstudag svo að óeining væri innan ríkisstjórnarinnar um málið. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir hins vegar að enn sé unnið að breytingum í forsætisráðuneytinu. Forsendur séu óbreyttar enda hafi það komið fram á þingi á sínum tíma að þverpólitískur vilji væri fyrir breytingunum. Hjálmar segir að menn megi ekki oftúlka orð utanríkisráðherra og verði að greina á milli tveggja mála, annars vegar eftirlaunafrumvarpsins sem fram hafi komið fyrir rúmu ári og hafi verið samþykkt og hins vegar eldra ákvæðis sem komið hafi í ljós þegar seinna frumvarpið hafi verið til umfjöllunar. Það sé það ákvæði sem menn hafi virst sammála um að breyta og hann viti ekki betur en að það sé í eðlilegri vinnslu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira