Ávarpaði jarðhitaráðstefnu 25. apríl 2005 00:01 Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra flutti í dag ávarp við opnun alþjóðlegu jarðhitaráðstefnunnar sem að þessu sinni er haldin í Antalya í Tyrklandi, að því er segir í tilkynningu frá viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu. Um 1300 þátttakendur sitja ráðstefnuna. Ráðherra minntist í upphafi á að Íslendingar hefðu verið stofnfélagar í Alþjóða jarðhitasambandinu og ávallt verið afar virkir í starfi þess enda væri jarðhitanotkun á Íslandi sú mesta í heimi, eða 54 prósent af orkunotkun þjóðarinnar. Nýting jarðhitans hefði á síðustu áratugum orðið samofin daglegu lífi og velferð þjóðarinnar auk þess að hafa sparað þjóðinni árlega marga milljarða króna miðað við sambærilega olíunotkun fyrri ára. Ráðherra greindi frá fyrirhuguðum rannsóknum við djúpborun rannsóknarholu sem getur skipt sköpum varðandi mögulega nýtingu jarðhitasvæða víða um heim. Þá fjallaði ráðherra um skyldur þjóða heims varðandi losun gróðurhúsalofttegunda en aukin jarðhitanotkun er af mörgum talin einn álitlegasti kostur aukinnar orkunýtingar, ekki síst í þróunarríkjum. Íslensk stjórnvöld hefðu í 26 ár rekið jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og væru þau afar stolt af því starfi er þar fer fram. Alls hefðu 318 nemendur stundað nám í skólanum frá upphafi en 80 þeirra sitja ráðstefnuna í Tyrklandi og eiga þeir hlut í 144 erindum af þeim 706 er þar verða flutt. Ráðherra greindi frá að fyrirhugað væri að tvöfalda alþjóðlega þróunaraðstoð Íslands á næstu árum og mun sú aðstoð einkum beinast að sjálfbærri nýtingu auðlinda og þar myndi aukinn stuðningur við jarðhitanotkun vega þungt. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að styðja í auknum mæli við jarðhitanýtingu í þróunarríkjunum og hafa þegar verið undirbúin námskeið í Afríku, Asíu og Mið-Ameríku á vegum jarðhitaskólans á árunum 2006-2008 þar sem áhersla verður lögð á rannsóknir og nýtingu jarðhita í þessum ríkjum og rekstur jarðhitaorkuvera. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra flutti í dag ávarp við opnun alþjóðlegu jarðhitaráðstefnunnar sem að þessu sinni er haldin í Antalya í Tyrklandi, að því er segir í tilkynningu frá viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu. Um 1300 þátttakendur sitja ráðstefnuna. Ráðherra minntist í upphafi á að Íslendingar hefðu verið stofnfélagar í Alþjóða jarðhitasambandinu og ávallt verið afar virkir í starfi þess enda væri jarðhitanotkun á Íslandi sú mesta í heimi, eða 54 prósent af orkunotkun þjóðarinnar. Nýting jarðhitans hefði á síðustu áratugum orðið samofin daglegu lífi og velferð þjóðarinnar auk þess að hafa sparað þjóðinni árlega marga milljarða króna miðað við sambærilega olíunotkun fyrri ára. Ráðherra greindi frá fyrirhuguðum rannsóknum við djúpborun rannsóknarholu sem getur skipt sköpum varðandi mögulega nýtingu jarðhitasvæða víða um heim. Þá fjallaði ráðherra um skyldur þjóða heims varðandi losun gróðurhúsalofttegunda en aukin jarðhitanotkun er af mörgum talin einn álitlegasti kostur aukinnar orkunýtingar, ekki síst í þróunarríkjum. Íslensk stjórnvöld hefðu í 26 ár rekið jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og væru þau afar stolt af því starfi er þar fer fram. Alls hefðu 318 nemendur stundað nám í skólanum frá upphafi en 80 þeirra sitja ráðstefnuna í Tyrklandi og eiga þeir hlut í 144 erindum af þeim 706 er þar verða flutt. Ráðherra greindi frá að fyrirhugað væri að tvöfalda alþjóðlega þróunaraðstoð Íslands á næstu árum og mun sú aðstoð einkum beinast að sjálfbærri nýtingu auðlinda og þar myndi aukinn stuðningur við jarðhitanotkun vega þungt. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að styðja í auknum mæli við jarðhitanýtingu í þróunarríkjunum og hafa þegar verið undirbúin námskeið í Afríku, Asíu og Mið-Ameríku á vegum jarðhitaskólans á árunum 2006-2008 þar sem áhersla verður lögð á rannsóknir og nýtingu jarðhita í þessum ríkjum og rekstur jarðhitaorkuvera.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira