Innlent

Hunangsflugur snemma á ferð

Hunangsflugurnar voru óvenjusnemma á ferð þetta árið. Samkvæmt frétt á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar var sú fyrsta færð til bókar þann 23. mars í Reykjavík, rúmum mánuði fyrr en venjulega en það hefur gjarnan mátt ganga að því sem vísu að hunangsflugurnar hringi inn vorið í kringum 20. apríl ár hvert. Eftir töluverðan kuldakafla í mars og apríl brugðust flugurnar ekki því þann 19. apríl hlýnaði verulega og umtalsverður fjöldi þessara vígalegu vorboða fór á stjá. Sú sem nú er komin á stjá heitir húshumla og er ein þriggja tegunda sem finnast hér á landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×