Boðar viðræður um varnarsamstarf 25. apríl 2005 00:01 Nýjar viðræður um framhald tvíhliða varnarsamnings Bandaríkjanna og Íslands munu hefjast innan skamms. Þetta segir Heather Conley, sem er einn aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og er stödd hér á landi vegna ráðstefnu bandarískra sendiherra á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Conley átti í gær samráðsfundi með fulltrúum íslenskra stjórnvalda. Davíð Oddsson utanríkisráðherra hitti hún þó ekki fyrr en í kvöldverðarboði sem hann hélt bandarísku sendiherrunum í gærkvöld. "Við deilum sannarlega þeirri ósk með íslenskum stjórnvöldum að farið verði í þessar viðræður eins fljótt og unnt er. Það er mjög mikilvægt fyrir báðar ríkisstjórnir að þetta mál verði leyst sem allra fyrst," sagði Conley er Fréttablaðið innti hana eftir stöðu viðræðnanna um varnarsamstarfið. Hún sagði utanríkisráðherraskiptin í kjölfar forsetakosninganna vestra í vetur hafa valdið töfum á því að viðræðurnar við Íslendinga hæfust á ný. Í fyrri lotum þessara viðræðna kom í ljós að utanríkisráðuneytið í Washington hafði aðrar áherslur í því sambandi en varnarmálaráðuneytið. Conley fullyrðir að þegar næst verður sest til samninga við Íslendinga verði stefna Bandaríkjastjórnar óskipt og heilsteypt. Komið hefur fram að í boðaðri allsherjaruppstokkun herstöðvakerfis Bandaríkjahers verði herstöðvum í Vestur-Evrópu fækkað til muna og fjöldi bandarískra hermanna í þeim skorinn niður um allt að 60 prósent frá því sem nú er. Spurð hvort þessi uppstokkun muni með beinum hætti snerta starfsemi varnarstöðvarinnar í Keflavík svarar Conley að það komi í ljós, en tekur skýrt fram að í því ferli verði tekið tillit til tvíhliða samningsskuldbindinga Bandaríkjamanna gagnvart Íslendingum; að því leytinu gildi annað um herstöðina hér en aðrar herstöðvar Bandaríkjahers í Evrópu. Spurð um mál Bobbys Fischers ítrekaði Conley að bandarísk stjórnvöld hörmuðu að Íslendingar skyldu hafa hindrað framgang bandarískrar réttvísi með því að veita honum ríkisborgararétt hérlendis. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Nýjar viðræður um framhald tvíhliða varnarsamnings Bandaríkjanna og Íslands munu hefjast innan skamms. Þetta segir Heather Conley, sem er einn aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og er stödd hér á landi vegna ráðstefnu bandarískra sendiherra á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Conley átti í gær samráðsfundi með fulltrúum íslenskra stjórnvalda. Davíð Oddsson utanríkisráðherra hitti hún þó ekki fyrr en í kvöldverðarboði sem hann hélt bandarísku sendiherrunum í gærkvöld. "Við deilum sannarlega þeirri ósk með íslenskum stjórnvöldum að farið verði í þessar viðræður eins fljótt og unnt er. Það er mjög mikilvægt fyrir báðar ríkisstjórnir að þetta mál verði leyst sem allra fyrst," sagði Conley er Fréttablaðið innti hana eftir stöðu viðræðnanna um varnarsamstarfið. Hún sagði utanríkisráðherraskiptin í kjölfar forsetakosninganna vestra í vetur hafa valdið töfum á því að viðræðurnar við Íslendinga hæfust á ný. Í fyrri lotum þessara viðræðna kom í ljós að utanríkisráðuneytið í Washington hafði aðrar áherslur í því sambandi en varnarmálaráðuneytið. Conley fullyrðir að þegar næst verður sest til samninga við Íslendinga verði stefna Bandaríkjastjórnar óskipt og heilsteypt. Komið hefur fram að í boðaðri allsherjaruppstokkun herstöðvakerfis Bandaríkjahers verði herstöðvum í Vestur-Evrópu fækkað til muna og fjöldi bandarískra hermanna í þeim skorinn niður um allt að 60 prósent frá því sem nú er. Spurð hvort þessi uppstokkun muni með beinum hætti snerta starfsemi varnarstöðvarinnar í Keflavík svarar Conley að það komi í ljós, en tekur skýrt fram að í því ferli verði tekið tillit til tvíhliða samningsskuldbindinga Bandaríkjamanna gagnvart Íslendingum; að því leytinu gildi annað um herstöðina hér en aðrar herstöðvar Bandaríkjahers í Evrópu. Spurð um mál Bobbys Fischers ítrekaði Conley að bandarísk stjórnvöld hörmuðu að Íslendingar skyldu hafa hindrað framgang bandarískrar réttvísi með því að veita honum ríkisborgararétt hérlendis.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira