Boðar viðræður um varnarsamstarf 25. apríl 2005 00:01 Nýjar viðræður um framhald tvíhliða varnarsamnings Bandaríkjanna og Íslands munu hefjast innan skamms. Þetta segir Heather Conley, sem er einn aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og er stödd hér á landi vegna ráðstefnu bandarískra sendiherra á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Conley átti í gær samráðsfundi með fulltrúum íslenskra stjórnvalda. Davíð Oddsson utanríkisráðherra hitti hún þó ekki fyrr en í kvöldverðarboði sem hann hélt bandarísku sendiherrunum í gærkvöld. "Við deilum sannarlega þeirri ósk með íslenskum stjórnvöldum að farið verði í þessar viðræður eins fljótt og unnt er. Það er mjög mikilvægt fyrir báðar ríkisstjórnir að þetta mál verði leyst sem allra fyrst," sagði Conley er Fréttablaðið innti hana eftir stöðu viðræðnanna um varnarsamstarfið. Hún sagði utanríkisráðherraskiptin í kjölfar forsetakosninganna vestra í vetur hafa valdið töfum á því að viðræðurnar við Íslendinga hæfust á ný. Í fyrri lotum þessara viðræðna kom í ljós að utanríkisráðuneytið í Washington hafði aðrar áherslur í því sambandi en varnarmálaráðuneytið. Conley fullyrðir að þegar næst verður sest til samninga við Íslendinga verði stefna Bandaríkjastjórnar óskipt og heilsteypt. Komið hefur fram að í boðaðri allsherjaruppstokkun herstöðvakerfis Bandaríkjahers verði herstöðvum í Vestur-Evrópu fækkað til muna og fjöldi bandarískra hermanna í þeim skorinn niður um allt að 60 prósent frá því sem nú er. Spurð hvort þessi uppstokkun muni með beinum hætti snerta starfsemi varnarstöðvarinnar í Keflavík svarar Conley að það komi í ljós, en tekur skýrt fram að í því ferli verði tekið tillit til tvíhliða samningsskuldbindinga Bandaríkjamanna gagnvart Íslendingum; að því leytinu gildi annað um herstöðina hér en aðrar herstöðvar Bandaríkjahers í Evrópu. Spurð um mál Bobbys Fischers ítrekaði Conley að bandarísk stjórnvöld hörmuðu að Íslendingar skyldu hafa hindrað framgang bandarískrar réttvísi með því að veita honum ríkisborgararétt hérlendis. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Nýjar viðræður um framhald tvíhliða varnarsamnings Bandaríkjanna og Íslands munu hefjast innan skamms. Þetta segir Heather Conley, sem er einn aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og er stödd hér á landi vegna ráðstefnu bandarískra sendiherra á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Conley átti í gær samráðsfundi með fulltrúum íslenskra stjórnvalda. Davíð Oddsson utanríkisráðherra hitti hún þó ekki fyrr en í kvöldverðarboði sem hann hélt bandarísku sendiherrunum í gærkvöld. "Við deilum sannarlega þeirri ósk með íslenskum stjórnvöldum að farið verði í þessar viðræður eins fljótt og unnt er. Það er mjög mikilvægt fyrir báðar ríkisstjórnir að þetta mál verði leyst sem allra fyrst," sagði Conley er Fréttablaðið innti hana eftir stöðu viðræðnanna um varnarsamstarfið. Hún sagði utanríkisráðherraskiptin í kjölfar forsetakosninganna vestra í vetur hafa valdið töfum á því að viðræðurnar við Íslendinga hæfust á ný. Í fyrri lotum þessara viðræðna kom í ljós að utanríkisráðuneytið í Washington hafði aðrar áherslur í því sambandi en varnarmálaráðuneytið. Conley fullyrðir að þegar næst verður sest til samninga við Íslendinga verði stefna Bandaríkjastjórnar óskipt og heilsteypt. Komið hefur fram að í boðaðri allsherjaruppstokkun herstöðvakerfis Bandaríkjahers verði herstöðvum í Vestur-Evrópu fækkað til muna og fjöldi bandarískra hermanna í þeim skorinn niður um allt að 60 prósent frá því sem nú er. Spurð hvort þessi uppstokkun muni með beinum hætti snerta starfsemi varnarstöðvarinnar í Keflavík svarar Conley að það komi í ljós, en tekur skýrt fram að í því ferli verði tekið tillit til tvíhliða samningsskuldbindinga Bandaríkjamanna gagnvart Íslendingum; að því leytinu gildi annað um herstöðina hér en aðrar herstöðvar Bandaríkjahers í Evrópu. Spurð um mál Bobbys Fischers ítrekaði Conley að bandarísk stjórnvöld hörmuðu að Íslendingar skyldu hafa hindrað framgang bandarískrar réttvísi með því að veita honum ríkisborgararétt hérlendis.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira