Innlent

Veðsetning fyrr heimil

Reglur um veðsetningu lóða við Lambasel í Reykjavík hafa verið rýmkaðar. Lóðarhöfum er nú heimilt að veðsetja lóðirnar fyrr en áður og á það að auðvelda þeim að fjármagna framkvæmdirnar. Í úthlutunarskilmálum í Lambaselinu segir að lóðarhafar geti fengið leyfi til að setja byggingarréttinn að veði fyrir að hámarki 90 prósentum af kaupverði byggingarréttarins, sem er 3-4 milljónir eftir því hvernig lóðin er. Þegar brunabótamat hússins liggi fyrir verði veitt veðleyfi fyrir 80 prósentum af brunabótamatinu. Fyrir helgina var ákveðið að miða við endurstofnverð byggingarinnar á fokheldisstigi í stað brunabótamats. Endurstofnverðið er lægri upphæð en brunabótamat af fullbúnu húsi en í staðinn getur lánið komið aðeins fyrr. Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri á umhverfis- og tæknisviði, segir að þetta gefi fyrr möguleika á veðsetningu. Þegar húsið sé fullbúið fái lóðarhafar lóðarleigusamning og geti þá veðsett eins og þeir vilja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×