Innlent

20 prósenta bónus

Starfsmenn Impregilo, sem starfa við að reisa stífluna á Kárahnjúkum, fá 19,46 prósenta bónusgreiðslur ofan á öll laun um næstu mánaðamót. Þetta er í samræmi við aukin afköst við stíflugerðina. Starfsmennirnir fengu 8 prósenta bónus um síðustu mánaðamót. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að rúmur helmingur starfsmanna Impregilo fái bónusgreiðslurnar, um 600-700. Hinir starfi í göngunum. Þar hafi verið mikill vatnselgur og verkið gengið hægt. Nú sjái hinsvegar fyrir endann á því og verður þá samið um bónus til handa þessu fólki. Sett var á laggirnar nefnd verkalýðsfélaganna og Impregilo í vetur og hefur hún tekið á aðstöðu starfsmanna og bónusgreiðslum. Skúli segir að starfsmenn á Kárahnjúkum hafi kvartað yfir því að bónuskerfið hafi ekki virkað og því hafi verið gerðar breytingar sem nú séu að skila sér. Þá eru komnir 500 Kínverjar að Kárahnjúkum sem Skúli segir að séu greinilega mjög vanir. Það hafi kannski líka áhrif.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×