Innlent

Vantar fjármagn

Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt ályktun þar sem skýrslu Ríkisendurskoðunar um úttekt á Háskóla Íslands er fagnað. Í skýrslunni kemur fram að skólinn hafi staðið sig vel miðað við það fjármagn sem hann hafi haft úr að spila en skorti aukið fjármagn. "Auk þess kemur fram að hann fái ekki greitt fyrir kennslu mörg hundruð virkra nemenda. Á þetta hefur forysta stúdenta og Háskólayfirvöld bent ítrekað undanfarin ár en mætt litlum skilningi yfirvalda."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×