Innlent

Umræður um varnarsamninginn á Alþingi

 



Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar um varnar- og öryggismál á Alþingi í gær. Hún kallaði eftir skýringum á ummælum Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins fyrir helgi.

 

Þar sagði Halldór að Íslendingar myndu aldrei neyða Bandaríkjamenn og herinn til að vera hér ef þeir vildu það ekki.

Ingibjörg sagði þessi orð óljós og krafðist nánari skýringa.

Halldór svaraði því að stefna ríkisstjórnarinnar væri skýr; að hún vildi bæði standa við varnarsamninginn og halda uppi sýnilegum vörnum, en í því felst meðal annars að hafa orrustuþoturnar áfram.

Í viðtali við fréttastofu sagði Ingibjörg að túlka mætti orð Halldórs á miðstjórnarfundinum sem gagnrýni á hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið á samningaviðræðum við Bandaríkjamenn. Varnarsamningarnir hafi tilheyrt Davíði Oddssyni í forsætisráðuneytinu og síðan fylgt honum til utanríkisráðuneytisins. Ingibjörg sagði að samningar hafi hvorki gengið né rekið á þeim tíma.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×