Innlent

Sjómaður missti fót við hné

Taka þurfti fót af sjómanni á Landspítala-háskólasjúkrahúsi í gær. Maðurinn flæktist í spili á bátnum Hauki EA-76 og sótti þyrla varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli manninn þegar báturinn var vestur af Reykjanesi. Vakthafandi læknir sagði sjómanninn ekki í lífshættu seint í gærkvöldi. Sjómaðurinn var þá í aðgerð og sagði læknirinn hann fara á gjörgæslu að henni lokinni. Hvorug þyrla Landhelgisgæslunnar var tiltæk í gær. TF-SIF var í skoðun en TF-LIF bilaði á miðvikudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×