Innlent

Jöfn kjörsókn í rektorskjöri

Nú er tæp klukkustund þar til kjörfundi lýkur í rektorskjöri við Háskóla Íslands. Ekki er þó búist við að úrslit verði ljós fyrr en seint í kvöld. Kjörsókn hefur verið jöfn en þó heldur meiri fyrri hluta dags, að sögn Aðalheiðar Jóhannsdóttur, formanns kjörstjórnar. Tæplega tíu þúsund manns eru á kjörskrá en 66 prósent starfsmanna höfðu kosið klukkan hálffimm og 25 prósent stúdenta. Fjórir prófessorar eru í framboði en fái enginn þeirra meirihluta atkvæða í dag verður kosið að nýju milli tveggja efstu að viku liðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×