Innlent

Stafrænt sjónvarp á Akureyri

Fjarskiptafyrirtækið Íslandsmiðill tók í dag formlega í gagnið fyrsta þráðlausa stafræna sjónvarpsdreifikerfið á Norðurlandi. Útsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við Akureyri og nágrenni en útsendingar nást jafnt innan sem utan þéttbýlisins en þar eru um 98 prósent heimila á dreifisvæðinu. Í tilkynningu frá Íslandsmiðli kemur fram að með opnun á Akureyri geti Akureyringar og nærsveitamenn notið sömu þjónustu og íbúar suðvesturhornsins hafa átt möguleika á til þessa. Í upphafi verður boðið upp á átta erlendar sjónvarpsstöðvar ásamt þremur íslenskum, allar í stafrænum gæðum, en myndlykil þarf til ná útsendingunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×