Innlent

Sótti slasaðan sjómann

MYND/ÆMK
Þyrla Varnarliðsins sótti slasaðan sjómann um borð í mótorbátinn Hauk EA-76 fyrr í dag. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um eittleytið í dag þar sem óskað var eftir þyrlu til að sækja skipverja á Hauki sem hafði meiðst á fæti, en Haukur var þá staddur 12 sjómílur vestur af Stafnesi á Reykjanesi. En þar sem hvorug þyrla Landhelgisgæslunnar var flughæf var haft samband við Varnarliðið og óskað eftir aðstoð. Þyrlan náði í manninn og var hún lent á Landspítalanum í Fossvogi rétt fyrir þrjú. Sjómaðurinn er talsvert slasaður og er í aðgerð að sögn vakthafandi læknis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×