Erlent

Barn beið bana

Byggingar rýmdar. Í Nairobi, höfuðborg Kenía, þusti fólk út úr húsum sínum enda var kippurinn sem það fann fyrir allsterkur.
Byggingar rýmdar. Í Nairobi, höfuðborg Kenía, þusti fólk út úr húsum sínum enda var kippurinn sem það fann fyrir allsterkur.

Barn lést og nokkrir eru slasaðir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Austur-Afríku á mánudag. Skjálftinn mældist 6,8 stig og því var óttast að mikil eyðilegging hefði orðið af hans völdum. Mest virðist tjónið hafa orðið í Austur-Kongó en þar hrundu nokkur hús til grunna.

Í einu húsanna varð barn undir braki og lést. Það var lán í óláni að upptök skjálftans voru í óbyggðum og því urðu afleiðingarnar af honum mun minni en talið var í fyrstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×