Erlent

Flestir búa sig undir að snúa heim

Flestir þeirra þriggja milljóna manna sem flúðu heimili sín í Texas og Louisiana vegna fellibylsins Rítu á laugardag búa sig nú undir að snúa aftur til síns heima. Tvö dauðsföll eru rakin til fellibylsins, en hundruð þúsunda heimila og fyrirtækja eru án rafmagns á svæðunum. Svo virðist sem borgir og önnur stór þéttbýlissvæði hafi orðið fyrir minna tjóni en búist var við en miklar skemmdir blasa hins vegar við í mörgum minni bæjum og héruðum. Mikil flóð urðu í suðurhluta Louisiana í kjölfar fellibylsins, einna mest í bænum Erath þar sem heilu hverfin eru á kafi í vatni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×