Innlent

Gæsaveiðimenn fljótir á sér

Svo virðist sem gæsaveiðimenn á Höfn í Hornafirði séu farnir að taka forskot á sæluna því fyrir stuttu stóð lögreglan á Höfn mann að ólöglegum gæsaveiðum rétt austan við Hornafjörð. Hafði maðurinn skotið sex gæsir og voru bæði vopn og afli haldlagt að sögn Jóhanns Haraldssonar, lögreglumanns á Hornafirði. Jóhann segir að lögreglunni hafi borist til eyrna að gæsaveiðimenn væru farnir að skjóta svokallaða vorgæs en gæsaveiðitímabilið hefst ekki fyrr en 20. ágúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×