Erlent

Dreginn fyrir dómara

Mesut Yilmaz, fyrrum forsætisráðherra, varð í gær fyrsti tyrkneski þjóðarleiðtoginn sem þarf að verja gerðir sínar frammi fyrir dómara. Hann er ákærður fyrir spillingu í tengslum við einkavæðingu ríkisbanka. Yilmaz er gefið að sök að hafa séð til þess að bankinn félli í hendur auðjöfurs sem tengist tyrknesku mafíunni. Málið kom upp á yfirborðið síðla árs 1998 og varð til þess að ríkisstjórn hans féll. Yilmas neitaði sök og sagðist ekkert hafa gert til að hafa áhrif á söluna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×