Lífið

Aðdáendur kaupa Hótel Tindastól

Aðdáendur bresku gamanþáttanna Fawlty Towers, eða Hótel Tindastóls, hafa keypt hótelið sem þættirnir sóttu innblástur sinn til. Hjónin Kumar og Panna Patel ásamt bróður Kumars, Keethri, keyptu hótelið sem er í borginni Torquay, fyrir um 175 milljónir króna. "Við vorum miklir aðdáendur Fawlty Towers og þess vegna teljum við það örugga fjárfestingu að hafa keypt eitt þekktasta hótel Bretlands," sagði Patel. John Cleese, úr Monty Python hópnum, var meðhöfundur og fór með aðalhlutverkið í þáttunum. Hann fór með hlutverk hins dónalega Basil Fawlty á Donald Sinclair, fyrrverandi eiganda hótelsins, en þar dvaldi hann ásamt Monty Python árið 1971. Alls voru tólf þættir framleiddir af Hótel Tindastóli og eru þeir af mörgum Bretum taldir bestu gamanþættir sem gerðir hafa verið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.