Áfall að missa Eið Smára 23. mars 2005 00:01 "Það er gríðarlegt áfall fyrir okkur að missa Eið Smára og er ekki til að auðvelda okkur verkefnið. Það segir sig sjálft, hann er okkar fremsti leikmaður í dag og spilar með besta félagsliði í heimi. En það þýðir ekkert að velta sér upp úr þessu, svona er bara fótboltinn," sagði Hermann Hreiðarsson í viðtali við Fréttablaðið í Zagreb í gærkvöld en hann verður fyrirliði gegn Króatíu á laugardaginn þegar liðin mætast í undankeppni HM. Hermann verður fyrirliði liðsins í fjarveru Eiðs Smára Guðjohnsens sem dró sig út úr landsliðinu í gær vegna meiðsla. Íslenska landsliðið kom til Króatíu síðdegis í gær og vakti fjarvera Eiðs Smára gríðarlega athygli hjá króatískum fjölmiðlamönnum sem urðu fyrir miklum vonbrigðum að stórstjarna Íslendinga væri fjarri góðu gamni. Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari, sagði að Eiður Smári hefði látið sig vita strax um helgina að hann hefði meiðst en hann hélt að það væri ekkert alvarlegt. Þegar Sveinbjörn Brandsson, læknir íslenska landsliðsins, skoðaði Eið Smára í Lundúnum í fyrrakvöld hafði Eiður Smári versnað aftan í lærinu og gat ekki æft. Að sögn Sveinbjörns var hann sammála læknum Chelsea að Eiður Smári þyrfti amk. sjö til níu daga hvíld. "Við treystum læknunum fullkomlega," sagði Ásgeir. Hermann hefur þrívegis áður verið fyrirliði Íslands. Hannes Þ. Sigurðsson, framherji íslenska ungmennalandsliðsins sem mætir Króatíu á föstudaginn langa, kemur inn í A landsliðshópinn fyrir Eið Smára. Hannes mun samt sem áður spila með 21 árs landsliðinu á föstudaginn. Landsliðið æfði síðdegis í Zagreb í gær og greinilegt að Ásgeir og Logi Ólafsson ætla að stokka upp leikkerfi íslenska liðsins. Leikkerfið verður 4-2-3-1. Miðað við æfinguna í gær verður líklegt byrjunarlið þannig skipað: Árni Gautur í markinu, Kristján Örn Sigurðsson og Indriði Sigurðsson bakverðir, Ólafur Örn Bjarnason og Hermann Hreiðarsson miðverðir, Brynjar Björn Gunnarsson og Pétur Marteinsson aftast á miðjunni, Arnar Þór Viðarsson, Gylfi Einarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson þar fyrir fram á miðjunni og Heiðar Helguson einn í fremstu víglínu. Ásgeir viðurkenndi að þessi leikaðferð sé einna helst uppi á borðinu en einnig komi til greina að spila 4-5-1. "Við ætlum að spila með fjögurra manna varnarlínu og tvo djúpa miðjumenn þar fyrir framan til að fá meiri stöðugleika í vörnina. Stákarnir hafa farið of mikið út úr stöðunum sínum og þess vegna höfum við fengið allt of mikið af mörkum á okkur. Það er ljóst að við munum ekki stjórna leiknum gegn Króatíu, frekar en önnur lið sem koma hingað. Við leggjum áherslu á agaðan og vel skipulagðan varnarleik, öflugar skyndisóknar og reyna að ná hagstæðum úrslitum," sagði Ásgeir. Heiðar Helguson var ekki á æfingunni með íslenska landsliðinu í gær vegna smávægilegra meiðsla. Hann verður væntanlega með á æfingu í dag."Mér líst vel á þessar taktísku breytingar hjá þjálfurunum, það er gott fyrir alla að stokka þetta aðeins upp. Við erum allir stoltir af því að spila fyrir Íslands hönd. Við erum svekktir með frammistöðu okkar í síðustu leikjum og verðum að sýna hvað í okkur býr gegn Króatíu sem hefur á að skipa frábæru liði," sagði Hermann. Íslenski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
"Það er gríðarlegt áfall fyrir okkur að missa Eið Smára og er ekki til að auðvelda okkur verkefnið. Það segir sig sjálft, hann er okkar fremsti leikmaður í dag og spilar með besta félagsliði í heimi. En það þýðir ekkert að velta sér upp úr þessu, svona er bara fótboltinn," sagði Hermann Hreiðarsson í viðtali við Fréttablaðið í Zagreb í gærkvöld en hann verður fyrirliði gegn Króatíu á laugardaginn þegar liðin mætast í undankeppni HM. Hermann verður fyrirliði liðsins í fjarveru Eiðs Smára Guðjohnsens sem dró sig út úr landsliðinu í gær vegna meiðsla. Íslenska landsliðið kom til Króatíu síðdegis í gær og vakti fjarvera Eiðs Smára gríðarlega athygli hjá króatískum fjölmiðlamönnum sem urðu fyrir miklum vonbrigðum að stórstjarna Íslendinga væri fjarri góðu gamni. Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari, sagði að Eiður Smári hefði látið sig vita strax um helgina að hann hefði meiðst en hann hélt að það væri ekkert alvarlegt. Þegar Sveinbjörn Brandsson, læknir íslenska landsliðsins, skoðaði Eið Smára í Lundúnum í fyrrakvöld hafði Eiður Smári versnað aftan í lærinu og gat ekki æft. Að sögn Sveinbjörns var hann sammála læknum Chelsea að Eiður Smári þyrfti amk. sjö til níu daga hvíld. "Við treystum læknunum fullkomlega," sagði Ásgeir. Hermann hefur þrívegis áður verið fyrirliði Íslands. Hannes Þ. Sigurðsson, framherji íslenska ungmennalandsliðsins sem mætir Króatíu á föstudaginn langa, kemur inn í A landsliðshópinn fyrir Eið Smára. Hannes mun samt sem áður spila með 21 árs landsliðinu á föstudaginn. Landsliðið æfði síðdegis í Zagreb í gær og greinilegt að Ásgeir og Logi Ólafsson ætla að stokka upp leikkerfi íslenska liðsins. Leikkerfið verður 4-2-3-1. Miðað við æfinguna í gær verður líklegt byrjunarlið þannig skipað: Árni Gautur í markinu, Kristján Örn Sigurðsson og Indriði Sigurðsson bakverðir, Ólafur Örn Bjarnason og Hermann Hreiðarsson miðverðir, Brynjar Björn Gunnarsson og Pétur Marteinsson aftast á miðjunni, Arnar Þór Viðarsson, Gylfi Einarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson þar fyrir fram á miðjunni og Heiðar Helguson einn í fremstu víglínu. Ásgeir viðurkenndi að þessi leikaðferð sé einna helst uppi á borðinu en einnig komi til greina að spila 4-5-1. "Við ætlum að spila með fjögurra manna varnarlínu og tvo djúpa miðjumenn þar fyrir framan til að fá meiri stöðugleika í vörnina. Stákarnir hafa farið of mikið út úr stöðunum sínum og þess vegna höfum við fengið allt of mikið af mörkum á okkur. Það er ljóst að við munum ekki stjórna leiknum gegn Króatíu, frekar en önnur lið sem koma hingað. Við leggjum áherslu á agaðan og vel skipulagðan varnarleik, öflugar skyndisóknar og reyna að ná hagstæðum úrslitum," sagði Ásgeir. Heiðar Helguson var ekki á æfingunni með íslenska landsliðinu í gær vegna smávægilegra meiðsla. Hann verður væntanlega með á æfingu í dag."Mér líst vel á þessar taktísku breytingar hjá þjálfurunum, það er gott fyrir alla að stokka þetta aðeins upp. Við erum allir stoltir af því að spila fyrir Íslands hönd. Við erum svekktir með frammistöðu okkar í síðustu leikjum og verðum að sýna hvað í okkur býr gegn Króatíu sem hefur á að skipa frábæru liði," sagði Hermann.
Íslenski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti