Innlent

Sæmi og Fischer koma í kvöld

Sæmundur Pálsson, Sæmi rokk, fer í dag til Danmerkur að sækja vin sinn, skákmeistarann Bobby Fischer. Þeir hittast í Danmörku og fljúga saman til Íslands. Þeir ættu að lenda hér á landi í kvöld. Fyrirhugað hafði verið að Sæmundur færi alla leið til Japans að sækja Fischer en hann segist ekki ná því. Japanir hafi fylgt honum út á flugvöll í nótt að íslenskum tíma. Þeir muni því hittast í Danmörku. Bandaríkjamenn hafa farið fram á framsal Fischers en Sæmundur segir að líklega verði ekkert af því. Japanir hafi líklega getað ráðið því hvort hann yrði sendur til Íslands eða Bandaríkjanna en þeir hafi tekið ákvörðun um að senda hann til Íslands. "Ég vona bara að nú verði hann frjáls og geti farið að hugsa um annað en að blóta Bandaríkjamönnum og gyðingum. Ég hef verið að biðja hann um það að róa sig niður og hætta þessu rugli," segir Sæmundur. Unnusta Fischers er með í för. Gengið var frá öllum plöggum vegna Fischers í fyrradag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×