Engin ábyrgð á Ameríkubílum 1. apríl 2005 00:01 Hægt er að hagnast verulega á bifreiðainnflutningi frá Bandaríkjunum, en það er líka hægt að tapa. Þannig eru dæmi um að innfluttir bílar hafi komið bilaðir til landsins eða bilað skömmu eftir komuna og þá getur reynst erfitt fyrir fólk að fá leiðréttingu sinna mála frá seljanda. Engu skiptir þótt viðkomandi bíll sé í ábyrgð því sú ábyrgð gildir aðeins í Bandaríkjunum og eru íslensku umboðin ekki skyldug til að ganga inn í ábyrgðina. Talsverð áhætta fylgir því innflutningi sem þessum, en miðað við þá miklu aukningu sem orðið hefur setja menn það greinilega ekki fyrir sig þegar hagnaðarvonin er annars vegar. Reikna má með að milli fimm- og sexhundruð bílar séu nú fluttir inn frá Bandaríkjunum í hverjum mánuði og hefur innflutningurinn margfaldast frá fyrri árum. Til dæmis jókst innflutningur á pallbílum til Íslands í janúar og febrúar á þessu ári um 400 prósent miðað við sömu mánuði í fyrra. Aðallega eru þetta stórir pallbílar sem fluttir eru inn, bílar sem eru yfir fimm tonn að þyngd og bera því ekkert vörugjald. Lágt gengi dollars gagnvart íslensku krónunni er meginástæða þessarar miklu aukningar á innflutningi bíla frá Bandaríkjunum. Mesta breytingin er að bílainnflutningur einstaklinga hefur margfaldast en í mörgum tilfellum kaupa menn sér bíla gegnum netið og anna skipafélögin varla spurn eftir flutningum til landsins. Dæmi eru um að menn hafi hagnast dável á innflutningi með þessum hætti. Þannig ræddi Fréttablaðið við mann sem keypti tvo Cheerokee jeppa árgerð 2000 á uppboðsvefnum E-Bay í fyrra og flutti til landsins. Hann greiddi um ellefu þúsund dollara fyrir hvorn bíl fyrir sig eða nálægt 1,7 milljónum króna á þáverandi gengi. Miðað við gengi dagsins í dag væru þetta um 1,3 milljónir króna. Maðurinn seldi síðan annan bílinn á 2,4 milljónir króna og hagnaðist þannig um 700 þúsund krónur. Sá hagnaður væri kominn yfir eina milljón króna á gengi dagsins í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Hægt er að hagnast verulega á bifreiðainnflutningi frá Bandaríkjunum, en það er líka hægt að tapa. Þannig eru dæmi um að innfluttir bílar hafi komið bilaðir til landsins eða bilað skömmu eftir komuna og þá getur reynst erfitt fyrir fólk að fá leiðréttingu sinna mála frá seljanda. Engu skiptir þótt viðkomandi bíll sé í ábyrgð því sú ábyrgð gildir aðeins í Bandaríkjunum og eru íslensku umboðin ekki skyldug til að ganga inn í ábyrgðina. Talsverð áhætta fylgir því innflutningi sem þessum, en miðað við þá miklu aukningu sem orðið hefur setja menn það greinilega ekki fyrir sig þegar hagnaðarvonin er annars vegar. Reikna má með að milli fimm- og sexhundruð bílar séu nú fluttir inn frá Bandaríkjunum í hverjum mánuði og hefur innflutningurinn margfaldast frá fyrri árum. Til dæmis jókst innflutningur á pallbílum til Íslands í janúar og febrúar á þessu ári um 400 prósent miðað við sömu mánuði í fyrra. Aðallega eru þetta stórir pallbílar sem fluttir eru inn, bílar sem eru yfir fimm tonn að þyngd og bera því ekkert vörugjald. Lágt gengi dollars gagnvart íslensku krónunni er meginástæða þessarar miklu aukningar á innflutningi bíla frá Bandaríkjunum. Mesta breytingin er að bílainnflutningur einstaklinga hefur margfaldast en í mörgum tilfellum kaupa menn sér bíla gegnum netið og anna skipafélögin varla spurn eftir flutningum til landsins. Dæmi eru um að menn hafi hagnast dável á innflutningi með þessum hætti. Þannig ræddi Fréttablaðið við mann sem keypti tvo Cheerokee jeppa árgerð 2000 á uppboðsvefnum E-Bay í fyrra og flutti til landsins. Hann greiddi um ellefu þúsund dollara fyrir hvorn bíl fyrir sig eða nálægt 1,7 milljónum króna á þáverandi gengi. Miðað við gengi dagsins í dag væru þetta um 1,3 milljónir króna. Maðurinn seldi síðan annan bílinn á 2,4 milljónir króna og hagnaðist þannig um 700 þúsund krónur. Sá hagnaður væri kominn yfir eina milljón króna á gengi dagsins í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira