Innlent

Meðalverð um 30 milljónir

Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku nam 5,4 milljörðum króna og var upphæð hvers þinglýsts kaupsamnings 30,2 milljónir að meðaltali sem er metupphæð.

Þetta kemur fram í gögnum frá Fasteignamati ríkisins. Á sama tímabili fyrir ári var meðaltalið á hvern samning um sautján milljónir króna. Vísitala fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8 prósent frá september til októ­ber.

Margt bendir til þess að verulega hafi dregið úr spennu á fasteignamarkaði, enda hefur vísitalan aðeins hækkað um rúmt eitt prósent undanfarna þrjá mánuði saman­borið við 36 prósenta hækkun síðustu tólf mánuðina. Verð á sérbýli lækkaði í verði í október samanborið við mánuðinn á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×