Innlent

Verjandinn fékk rothögg

Alex Masaid mætti fyrir dómara og gaf skýrslu á arabísku með aðstoð túlks. Hann er fær um að spjalla milliliðalaust við blaðamenn og verjanda á ensku.
Alex Masaid mætti fyrir dómara og gaf skýrslu á arabísku með aðstoð túlks. Hann er fær um að spjalla milliliðalaust við blaðamenn og verjanda á ensku.

Mál ríkissasóknara gegn Alex Masaid og Miroslövu Sobchuk var til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Alex er sakaður um að hafa veitt móttöku fíkniefnum sem Miroslava er sökuð um að hafa flutt hingað til lands. Alex er sakaður um að hafa geymt fíkniefnin í holu í baðherbergisvegg á veitingastað sem hann rak í Hafnarstræti í Reykjavík, Purple onion.

Tvo dómtúlka þurfti til skýrslutöku fyrir dómara en Miroslava er frá Rússlandi og Alex frá Jórdaníu. Skýrslutaka þróaðist út í nokkurt þóf þar eð Alex kvaðst ekki tala ensku að gagni en einhver hluti af yfirheyrslunum fór fram á ensku. Hann hefur á ýmsum stigum málsins bæði játað sök og neitað samkvæmt leiðbeiningum lögfræðings að því er hann segir. Hann kvaðst hafa búið í Bandaríkjunum um fimm ára skeið. Léleg ensku- og íslenskukunnátta hindraði Alex þó ekki í að hvíslast á við verjanda sinn, Karl Georg Sigurbjörnsson, á meðan skýrslur voru teknar af ­Mirosl­övu. Saksóknari og dómari spurðu Miroslövu spjörunum úr.

"Verjandi hefur fengið rothögg," sagði Brynjar Níelsson, verjandi Miroslövu, þegar dómari bauð honum að spyrja spurninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×