Innlent

Suðurstrandarvegur í forgang

Það er forgangsmál að tryggja fjármagn til að ljúka megi framkvæmdum á Suðurstrandarvegi og kalla eftir loforðum Alþingis um það í ljósi breyttrar kjördæmaskipunar. Þetta er meðal niðustaðna í áfangaskýrslu samgöngunefndar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem vinnur að sameiginlegri stefnumótun og forgangsröðun í samgöngumálum á svæðinu.

Meðal annarra forgangsmála að mati nefndarinnar er lýsing stofnvega sem og tvöföldun Reykjanesbrautar frá Fitjum að Leifsstöð ásamt mislægum gatnamótum við nýtt Hæðarhverfi í Reykjanesbæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×