Innlent

Seldur á 92 milljónir

Ljósafossskóli Grímsnesi. Guðmundur  í Byrginu bauð 90 milljónir í eignina.
Ljósafossskóli Grímsnesi. Guðmundur í Byrginu bauð 90 milljónir í eignina.

Hreppsnefnd Grímsneshrepps seldi Ljósafossskóla til fyrirtækis í eigu Steinars Árnasonar en Guðmundur Jónsson í Byrginu hafði sóst eftir því að fá að kaupa skólann. Hugðist hann setja á stofn skóla fyrir vistmenn sína og bauð 90 milljónir í skólann en Steinar bauð 92 milljónir.

"Okkur hefur vantað húsnæði lengi þar sem mikið af ungu fólki hefur verið að koma í meðferð á síðasta ári. Þegar þau eru hætt í neyslu fara þau mörg að hafa áhuga á skóla og ég vil sinna þeim áhuga," segir Guðmundur.

Einnig segist hann hafa bundið vonir við að geta sett upp afeitrunardeild en lengi hefur Byrgið vantað slíka aðstöðu. "Við þurfum þetta því það er svo lítið pláss fyrir austan og unglingar þurfa margir hverjir að dvelja hjá okkur í eitt til tvö ár. Við verðum þó ekki mikið að sperra okkur í húsnæðisleitinni þennan vetur en þurfum að hafa augun opin og vera tilbúin með húsnæði næsta haust."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×