Innlent

Vatnstjón í fjölbýlishúsi á Akureyri

Slökkviliðið á Akureyri var kallað að fjölbýlishúsi í bænum í gær en þar hafði vatn flætt um húsið eftir að húsráðandi á fjórðu hæð hafði gleymt að skrúfa fyrir krana. Vatnsskemmdirnar reyndust mestar í hans eigin íbúð en einnig urðu nokkrar skemmdir á íbúðum á neðri hæðum vegna vatnsflaumsins. Slökkviliðið sá um að þurrka upp vatnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×