Færri þristar hjá Keflavík 3. apríl 2005 00:01 Keflvíkingar hafa unnið 6 af 8 leikjum sínum í úrslitakeppni Intersportdeildar karla í körfubolta og stefna ótrauðir á það að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð og í fimmta sinn á síðustu átta árum. Keflavík vann fyrsta leikinn gegn Snæfelli með 15 stigum og vantar nú tvo til viðbótar til að verja titilinn annað árið í röð. Keflvíkingar hafa gegnum tíðina lagt mikið upp úr þriggja stiga skotum en nú má segja að öldin sé önnur. Í dag er það hin grimma pressuvörn og góð hraðaupphlaup í kjölfarið sem er helsti höfuðverkur andstæðinganna í stað skotsýninga utan af velli sem felldu mörg liðin á árum áður. Keflavíkurliðið hefur sem dæmi "aðeins" skorað 5,4 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik í úrslitakeppninni í ár en það hefur þó ekki komið í veg fyrir að liðið hefur skorað rétt tæp 90 stig að meðaltali í leik. Í fyrsta leiknum gegn Snæfelli skoraði Keflavíkurliðið 37 stig úr hraðaupphlaupum á móti 3 stigum úr þriggja stiga skotum í uppsettum sóknum. Magnús Þór Gunnarsson skoraði allar fimm þriggja stiga körfur liðsins í leiknum þar af fjórar þeirra í hraðaupphlaupum. Skotnýtingin er líka mun slakari en þegar Keflavík hefur orðið Íslandsmeistari á síðustu átta árum. Keflavík nýtti þannig yfir 40% þriggja stiga skota sinna 1997 (40,3%), 1999 (41,6%) og 2003 (44,3%) en nýtingin datt niður í 38,5% í fyrra og er aðeins 24,0% það sem af er í þessari úrslitakeppni. Snæfellingar mega þó ekki sofna á verðinum þegar liðin mætast í Hólminum í dag því að Keflvíkingar hafa nýtt þriggja stiga skotin mun betur á útivelli (30% á móti 20% á Sunnubrautinni) og þar af hefur Magnús Þór Gunnarsson nýtt 12 af 23 þriggja stiga skotum sínum á útivelli í úrslitakeppninni í ár sem er 52% nýting. Körfubolti Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Celtics festa þjálfarann í sessi „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leik lokið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út NBA stjarna borin út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, Íslendingar í Birmingham og margt fleira Sjá meira
Keflvíkingar hafa unnið 6 af 8 leikjum sínum í úrslitakeppni Intersportdeildar karla í körfubolta og stefna ótrauðir á það að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð og í fimmta sinn á síðustu átta árum. Keflavík vann fyrsta leikinn gegn Snæfelli með 15 stigum og vantar nú tvo til viðbótar til að verja titilinn annað árið í röð. Keflvíkingar hafa gegnum tíðina lagt mikið upp úr þriggja stiga skotum en nú má segja að öldin sé önnur. Í dag er það hin grimma pressuvörn og góð hraðaupphlaup í kjölfarið sem er helsti höfuðverkur andstæðinganna í stað skotsýninga utan af velli sem felldu mörg liðin á árum áður. Keflavíkurliðið hefur sem dæmi "aðeins" skorað 5,4 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik í úrslitakeppninni í ár en það hefur þó ekki komið í veg fyrir að liðið hefur skorað rétt tæp 90 stig að meðaltali í leik. Í fyrsta leiknum gegn Snæfelli skoraði Keflavíkurliðið 37 stig úr hraðaupphlaupum á móti 3 stigum úr þriggja stiga skotum í uppsettum sóknum. Magnús Þór Gunnarsson skoraði allar fimm þriggja stiga körfur liðsins í leiknum þar af fjórar þeirra í hraðaupphlaupum. Skotnýtingin er líka mun slakari en þegar Keflavík hefur orðið Íslandsmeistari á síðustu átta árum. Keflavík nýtti þannig yfir 40% þriggja stiga skota sinna 1997 (40,3%), 1999 (41,6%) og 2003 (44,3%) en nýtingin datt niður í 38,5% í fyrra og er aðeins 24,0% það sem af er í þessari úrslitakeppni. Snæfellingar mega þó ekki sofna á verðinum þegar liðin mætast í Hólminum í dag því að Keflvíkingar hafa nýtt þriggja stiga skotin mun betur á útivelli (30% á móti 20% á Sunnubrautinni) og þar af hefur Magnús Þór Gunnarsson nýtt 12 af 23 þriggja stiga skotum sínum á útivelli í úrslitakeppninni í ár sem er 52% nýting.
Körfubolti Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Celtics festa þjálfarann í sessi „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leik lokið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út NBA stjarna borin út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, Íslendingar í Birmingham og margt fleira Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti