Innlent

Ágreiningur um tekjutengingu

Talsmenn stéttarfélaganna gengu bjartsýnni af fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar í gær. Þó ekkert virðist enn í hendi í viðræðum um hugsanlega uppsögn kjarasamninga virðist nokkuð hafa þokast. Formaður ASÍ vonast til að Samtök Atvinnulífs samþykki tekjutengingu atvinnuleysisbóta.

Talsmenn Alþýðusambands Íslands og forystumenn ríkisstjórnarinnar hittust í gær í ráðherrabústaðnum og héldu áfram umræðum um forsendur kjarasamninga.

Eftir fundinn var það á talsmönnum ASÍ að skilja að betur hefði gengið í viðræðunum nú en áður um þau fjögur atriði sem sambandið hefur lagt áherslu á.

Þau eru lög um starfsmannaleigur, um að ríkið greiði að stórum hluta örorkubætur sem lífeyrissjóðirnir greiða, að fullorðinsfræðsla verði styrkt af stjórnvöldum og loks að atvinnuleysisbætur verði tekjutengdar.

Grétar sagði að hvað varðaði starfsmannaleigur, þá væri lagasetningu um þær lofað fyrir jól. Hvað varðaði greiðslur ríkisins á örorkubótum þá hvað hann nokkuð hafa miðað í þá átt í gær og sama væri að segja um fullorðinsfræðsluna.

Tekjutenging atvinnuleysisbóta virðist þó standa í Samtökum Atvinnulífsins að sögn Grétars, sem segir að þannig hafi það ekki verið. "Það hefur þó breyst eitthvað á síðustu dögum," sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×