Innlent

14 þúsund til viðbótar talin af

Fólk sem lifði skjálftann af heldur hér heim á leið eftir að hafa fengið matvæli hjá hjálparstarfsmönnum.
Fólk sem lifði skjálftann af heldur hér heim á leið eftir að hafa fengið matvæli hjá hjálparstarfsmönnum. MYND/AP

87.350 manns fórust í jarðskjálftanum mikla í Pakistan í síðasta mánuði samkvæmt nýjum tölum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út og byggja á áætlunum pakistanskra stjórnvalda. Þetta er fjórtán þúsund manns fleira en áður hafði verið áætlað að hefðu látist í hamförunum. Hundrað þúsund manns eru slasaðir.

Óttast er að þúsundir til viðbótar eigi eftir að láta lífið vegna þess hversu treglega gengur að flytja hjálpargögn til hamfarasvæðanna. Jan Egeland, sem fer með mannúðarmál hjá Sameinuðu þjóðunum segir að leggja þurfi mikið kapp á að ná til um 200 þúsund manns sem búa ofan snjólínunnar í Himalæjafjöllum. Hann sagði að ef það tækist ekki væri hætt við að margir frysu í hel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×