Lífið

Rolling Stones lagðir af stað

Þau eru lögð af stað enn á ný, gömlu brýnin í Rolling Stones. Fjörutíu og þremur árum eftir að þeir fóru í sína fyrstu tónleikaferð blésu félagarnir til sóknar í Boston í gærkvöldi. Þar voru haldnir fyrstu tónleikarnir af fjörutíu og þremur sem haldnir verða á næstu vikum. Það þarf hvorki meira né minna en sjötíu vöruflutningabíla til að flytja hljómsveitina og fylgifiska á milli staða. Tónleikagestir í gærkvöldi virtust hæstánægðir og það var ekki á neinum að sjá að samanlagður aldur kappanna á sviðinu væri tvö hundruð áttatíu og sjö ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.