Lífið

Vinnualkar betri í rúminu

Karlmenn sem vinna langa vinnudaga og eiga í basli með að koma á jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs eru bestir í bólinu. Þetta er niðurstaða bandarískrar rannsóknar sem kynnt var á árlegu þingi bandarískra sálfræðinga. Rannsóknin leiddi í ljós að konur svona karla voru ánægðastar með kynlífið. Fram til þessa hafa rannsóknir leitt í ljós að þessar eiginkonur eru oft á tíðum frekar óánægðar, finnst þær afskiptar og einmanna. En sálfræðiprófessorinn sem stjórnaði nýju rannsókninni segir að líkast til hafi gleymst að spyrja um kynlífið í þessu samhengi. Ein ályktunin sem vísindamennirnir draga er sú að sektarkennd sé megin ástæða þessarar góðu frammistöðu. Karlmenn sem vinni mikið séu samviskubitnir og reyni að bæta upp fyrir fjarveru sína með því að leggja sig meira fram í hjónasænginni. Niðurstöðurnar eiga bara við vinnuþræla sem eru tilneyddir að vinna lengi og mikið, en ekki vinnusjúklinga, sem vilja vinna mikið og lengi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.