Lífið

Kvíðir réttarhöldum í Flórída

Um mánaðamótin hefjast réttarhöld yfir morðingja hálfíslenskrar konu, sem var myrt á heimili sínu í Flórída fyrir tveimur árum. Sonur hennar, sem einnig varð fyrir hrottalegri árás morðingjans, segist kvíða réttarhöldunum. Hann segist þó hafa öðlast trú á lífið aftur eftir að honum fæddist sonur. Jón Atli Júlíusson flutti til Íslands skömmu eftir að ógæfan dundi yfir í Pensacola í Flórída þann 14. mars árið 2003 og býr nú heima hjá föður sínum ásamt bandarískri kærustu sinni og sex mánaða gömlum syni sínum. Jón Atli varð vitni að því þegar móðir hans, Lucille Yvette Mosco, var skotin til bana af fyrverandi sambýlismanni sínum. Þegar hann reyndi að flýja skaut maðurinn hann í bakið og stakk mörgum sinnum með hnífi. Morðinginn náðist fljótlega og hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan. Réttarhöldunum yfir honum hefur verið frestað fjórtán sinnum vegna ágreinings um málsmeðferðina en loks nú er útlit fyrir að málið verði tekið fyrir 2. maí næstkomandi. Jón Atli verður við réttarhöldin og þarf þá að horfast í augu við banamann móður sinnar. Aðspurður hvernig tilfinning það sé að málið verði loks tekið fyrir segir Jón Atli að hann sé feginn en samt stressaður að þurfa að fara í réttarhöldin. Morðingi móður hans verði þarna og hann sjálfur þurfi að segja frá atburðunum fyrir framan alla. Hann segist aðspurður ekki óttast fyrrverandi sambýlsimann móður sinnar en hann vilji helst ekkert sjá hann og ekki þurfa að benda á hann. Jón Atli segir það hafa breytt miklu fyrir sig að eignast barn. Hann segist hafa öðlast nýtt líf og ltili strákurinn hans sé svo góður og hann elski hann svo mikið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.