Innlent

Evrópufræði kennd í Háskólanum

Háskóli Íslands hefur í fyrsta sinn hlotið styrk úr Jean Monnet áætlun Evrópusambandsins til að kenna námskeið um nýjungar í Evrópusamrunanum. Styrknum fylgir mikil viðurkenning fyrir Háskóla Íslands en hann er aðeins ætlaður þeim menntastofnunum sem þykja í fararbroddi í rannsóknum og kennslu Evrópufræða. Á umræddu námskeiði, sem Eiríkur Bergmann Eiríksson aðjúnkt í stjórnmálafræði kennir, verður farið í helstu kenningar um Evrópusamrunann og þýðingarmestu breytingar sem orðið hafa í álfunni síðustu sjö árin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×