Of seint í rassinn gripið? 26. júlí 2005 00:01 Í dag er KR heilum 20 stigum á eftir FH í Landsbankadeild karla og hafa þó Íslandsmeistararnir leikið einum leik færra en stórveldið í Vesturbænum. KR hefur tapað sjö leikjum af tólf í sumar og eftir síðasta tapið, gegn Keflavík, mátu stjórnarmenn KR ástandið svo að best væri að láta Magnús Gylfason fara frá félaginu. Strax í byrjun júní var byrjað að tala um stöðu Magnúsar hjá félaginu. Þrír tapleikir í röð þóttu ekki traustvekjandi á meðan FH og Valur voru að stinga af í deildinni. Svo vannst sigur á Þrótti en strax í kjölfarið voru KR-ingar kjöldregnir af Willum Þór og lærisveinum hans á Hlíðarenda. Aftur byrjaði að hitna verulega undir Magnúsi. Tap fyrir ÍA. Engin viðbrögð. Tap fyrir Fylki. Aftur ekkert. Jú, það var enn von í bikarnum - nú átti aldeilis að hefna fyrir tapið á Hlíðarenda og slá Valsmenn út úr bikarnum. Allt kom fyrir ekki. Tímabilið virtist alveg búið. Smá vonarglæta er góður 4-0 sigur vannst á Fram en svo kom skellurinn gegn Keflavík. Þá fyrst var mönnum öllum lokið og skipt var um þjálfara. Metnaðurinn hjá KR er mikill. Þar á bæ vilja menn titla og ekkert annað. Sumarið hjá KR var búið og það vissu allir, leikmenn, þjálfari og stjórnarmeðlimir. Og því vaknar spurningin - hverju á þessi breyting að skila? Voru forráðamenn KR virkilega svo óánægðir með leik liðsins að þeir óttuðust að liðið myndi falla í haust? Það er eina rökrétta skýringin. Ef eitthvað annað hefði átt að vera í spilunum hefði stjórnin átt að grípa til aðgerða miklu fyrr, þegar það var að einhverju öðru að keppa en bara að bjarga sér frá falli. Eftir tapið gegn Keflavík voru tveir kostir í stöðunni. Að leyfa Magnúsi að halda áfram, bjarga því sem hægt væri að bjarga og draga einhvern lærdóm af tímabilinu sem mislukkaðist svo svakalega. Hinn kosturinn, og sá sem var valinn, er að skipta um þjálfara og maður sé fenginn til að stýra liðinu frá falli. Þótt það takist stendur lítið sem ekkert eftir af tímabilinu. Það er bara horft fram á veginn og menn klappa hver öðrum á bakið og segja vongóðir "Það hefst bara næsta tímabil". Ef stjórnarmenn KR voru með það miklar væntingar fyrir þetta sumar hefðu þeir átt að grípa til aðgerða mun fyrr. Til dæmis þegar liðið var búið að tapa tveimur leikjum af fimm og liðið búið að leika illa. Til samanburðar má nefna sumarið 1997 er Lúkas Kostic var látinn fara eftir fimm leiki. Þá hafði liði unnið einn, tapað einum og gert þrjú jafntefli. Eftir að liðið skipti um þjálfara hélt það sér í efri hluta deildarinnar og vann um sumarið einn glæsilegasta útisigur íslensks félagsliðs í Evrópukeppninni. Sumarið í ár er búið hjá KR í sem víðasta skilningi. Það eina sem er eftir er að forða liðinu frá falli og gleyma svo öllu saman sem fyrst. Eiríkur Stefán Ásgeirsson - eirikurst@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Í dag er KR heilum 20 stigum á eftir FH í Landsbankadeild karla og hafa þó Íslandsmeistararnir leikið einum leik færra en stórveldið í Vesturbænum. KR hefur tapað sjö leikjum af tólf í sumar og eftir síðasta tapið, gegn Keflavík, mátu stjórnarmenn KR ástandið svo að best væri að láta Magnús Gylfason fara frá félaginu. Strax í byrjun júní var byrjað að tala um stöðu Magnúsar hjá félaginu. Þrír tapleikir í röð þóttu ekki traustvekjandi á meðan FH og Valur voru að stinga af í deildinni. Svo vannst sigur á Þrótti en strax í kjölfarið voru KR-ingar kjöldregnir af Willum Þór og lærisveinum hans á Hlíðarenda. Aftur byrjaði að hitna verulega undir Magnúsi. Tap fyrir ÍA. Engin viðbrögð. Tap fyrir Fylki. Aftur ekkert. Jú, það var enn von í bikarnum - nú átti aldeilis að hefna fyrir tapið á Hlíðarenda og slá Valsmenn út úr bikarnum. Allt kom fyrir ekki. Tímabilið virtist alveg búið. Smá vonarglæta er góður 4-0 sigur vannst á Fram en svo kom skellurinn gegn Keflavík. Þá fyrst var mönnum öllum lokið og skipt var um þjálfara. Metnaðurinn hjá KR er mikill. Þar á bæ vilja menn titla og ekkert annað. Sumarið hjá KR var búið og það vissu allir, leikmenn, þjálfari og stjórnarmeðlimir. Og því vaknar spurningin - hverju á þessi breyting að skila? Voru forráðamenn KR virkilega svo óánægðir með leik liðsins að þeir óttuðust að liðið myndi falla í haust? Það er eina rökrétta skýringin. Ef eitthvað annað hefði átt að vera í spilunum hefði stjórnin átt að grípa til aðgerða miklu fyrr, þegar það var að einhverju öðru að keppa en bara að bjarga sér frá falli. Eftir tapið gegn Keflavík voru tveir kostir í stöðunni. Að leyfa Magnúsi að halda áfram, bjarga því sem hægt væri að bjarga og draga einhvern lærdóm af tímabilinu sem mislukkaðist svo svakalega. Hinn kosturinn, og sá sem var valinn, er að skipta um þjálfara og maður sé fenginn til að stýra liðinu frá falli. Þótt það takist stendur lítið sem ekkert eftir af tímabilinu. Það er bara horft fram á veginn og menn klappa hver öðrum á bakið og segja vongóðir "Það hefst bara næsta tímabil". Ef stjórnarmenn KR voru með það miklar væntingar fyrir þetta sumar hefðu þeir átt að grípa til aðgerða mun fyrr. Til dæmis þegar liðið var búið að tapa tveimur leikjum af fimm og liðið búið að leika illa. Til samanburðar má nefna sumarið 1997 er Lúkas Kostic var látinn fara eftir fimm leiki. Þá hafði liði unnið einn, tapað einum og gert þrjú jafntefli. Eftir að liðið skipti um þjálfara hélt það sér í efri hluta deildarinnar og vann um sumarið einn glæsilegasta útisigur íslensks félagsliðs í Evrópukeppninni. Sumarið í ár er búið hjá KR í sem víðasta skilningi. Það eina sem er eftir er að forða liðinu frá falli og gleyma svo öllu saman sem fyrst. Eiríkur Stefán Ásgeirsson - eirikurst@frettabladid.is
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar