Bretum hugsanlega vísað úr landi 26. júlí 2005 00:01 Sýslumannsembættið á Seyðisfirði og Útlendingastofnun eru að kanna grundvöll þess að vísa þremur Bretum úr landi eftir að þeir tóku þátt í átökum við lögreglu inni á bannsvæði við Kárahnjúkavirkjun í nótt. Lögreglumenn handtóku fyrst hóp manna en sleppti flestum aftur eftir að til átakanna kom. Þrír Bretar, tveir karlar og ein kona, voru flutt í fangageymslur á Egilsstöðum og eru þar enn. Talið er að a.m.k. 20 manna hópur mótmælenda hafi komist framhjá öryggisvörðum verktakans inn á vinnusvæðið við grjótnámið og hlekkjuðu nokkrir sig við vinnuvélar og náðu kveikjulykli úr einni og köstuðu honum út í loftið þannig að vélin er óstarfhæf eftir. Verið er að kanna hvort þeir unnu skemmdarverk á fleiri tækjum. Þegar lögregla ætlaði að fjárlægja mótmælendurnar af svæðinu, sem er bannsvæði fyrir almenning, skarst í odda sem endaði með handalögmálum en ekki liggur fyrir hvort einhver meiddist í átökunum. Lögreglumenn frá Egilsstöðum og Ríkislögreglustjóra eru enn á vettvangi. Hvorki Landsvirkjun, Suðurverk eða ítalska verktakafyrirtækið Impregilo, sem öll hafa nú orðið fyrir tjóni vegna mótmælendanna, hafa enn kært atburðinn en a.m.k. Landsvirkjun mun fara nánar yfir málið í dag. Helgi Jensson, staðgengill sýslumanns á Seyðisfirði, segir að þótt engin kæra hafi borist liggi klárlega fyrir að fólkið hafi brotið lög og lögreglusamþykktir. Hópur mótmælenda við Kárahnjúka kom til Egilsstaða í morgunsárið til að grennslast fyrir um þá félaga sína sem handteknir voru í nótt. Sænskur maður, Martin að nafni, sagði í samtali við fréttaritara Bylgjunnar á Austurlandi að laust eftir miðnætti hefði hópur mótmælenda hlekkjað sig við vinnuvélar á svæðinu til að hindra og stöðva framkvæmdir. Hann segir að vinna hafi af þessum sökum legið niðri í um þrjár klukkustundir. Martin segir að lögregla hafi komið fljótlega á svæðið og að lögregluþjónarnir hafi verið ógnandi í framkomu og alls ekki jafn vingjarnlegir og síðast þegar þeir höfðu afskipti af mótmælendum. Martin segir að lögregluþjónarnir hafi skipað starfsmönnum við Kárahnjúka að gangsetja vinnuvélarnar þrátt fyrir að fólk væri hlekkjað við þær. Nokkrir hafi verið hikandi við það en þó fylgt fyrirmælum lögreglu. Martin segir lögreglu hafa reynt að draga fólk í burtu af svæðinu en það streittist á móti þar sem það óttaðist um félaga sína sem hlekkjaðir voru við vélarnar. Þá hafi lögreglan orðið ruddalegri og að lokum handtekið tvo af mótmælendum. Martin segir að eftir að mótmælaaðgerðum lauk hafi nálægt um tíu lögregluþjónar með hund farið að tjaldbúðunum. Hann segir lögregluna hafa farið inn í tjöld mótmælenda og krafist vegabréfa þeirra. Martin segist álíta þetta framferði lögreglunnar vera brot á íslenskum lögum. Hann segir eina stúlku hafa mótmælt þessu framferði lögreglunnar og að hún hafi þá verið dregin með valdi á brott. Fréttir Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Sýslumannsembættið á Seyðisfirði og Útlendingastofnun eru að kanna grundvöll þess að vísa þremur Bretum úr landi eftir að þeir tóku þátt í átökum við lögreglu inni á bannsvæði við Kárahnjúkavirkjun í nótt. Lögreglumenn handtóku fyrst hóp manna en sleppti flestum aftur eftir að til átakanna kom. Þrír Bretar, tveir karlar og ein kona, voru flutt í fangageymslur á Egilsstöðum og eru þar enn. Talið er að a.m.k. 20 manna hópur mótmælenda hafi komist framhjá öryggisvörðum verktakans inn á vinnusvæðið við grjótnámið og hlekkjuðu nokkrir sig við vinnuvélar og náðu kveikjulykli úr einni og köstuðu honum út í loftið þannig að vélin er óstarfhæf eftir. Verið er að kanna hvort þeir unnu skemmdarverk á fleiri tækjum. Þegar lögregla ætlaði að fjárlægja mótmælendurnar af svæðinu, sem er bannsvæði fyrir almenning, skarst í odda sem endaði með handalögmálum en ekki liggur fyrir hvort einhver meiddist í átökunum. Lögreglumenn frá Egilsstöðum og Ríkislögreglustjóra eru enn á vettvangi. Hvorki Landsvirkjun, Suðurverk eða ítalska verktakafyrirtækið Impregilo, sem öll hafa nú orðið fyrir tjóni vegna mótmælendanna, hafa enn kært atburðinn en a.m.k. Landsvirkjun mun fara nánar yfir málið í dag. Helgi Jensson, staðgengill sýslumanns á Seyðisfirði, segir að þótt engin kæra hafi borist liggi klárlega fyrir að fólkið hafi brotið lög og lögreglusamþykktir. Hópur mótmælenda við Kárahnjúka kom til Egilsstaða í morgunsárið til að grennslast fyrir um þá félaga sína sem handteknir voru í nótt. Sænskur maður, Martin að nafni, sagði í samtali við fréttaritara Bylgjunnar á Austurlandi að laust eftir miðnætti hefði hópur mótmælenda hlekkjað sig við vinnuvélar á svæðinu til að hindra og stöðva framkvæmdir. Hann segir að vinna hafi af þessum sökum legið niðri í um þrjár klukkustundir. Martin segir að lögregla hafi komið fljótlega á svæðið og að lögregluþjónarnir hafi verið ógnandi í framkomu og alls ekki jafn vingjarnlegir og síðast þegar þeir höfðu afskipti af mótmælendum. Martin segir að lögregluþjónarnir hafi skipað starfsmönnum við Kárahnjúka að gangsetja vinnuvélarnar þrátt fyrir að fólk væri hlekkjað við þær. Nokkrir hafi verið hikandi við það en þó fylgt fyrirmælum lögreglu. Martin segir lögreglu hafa reynt að draga fólk í burtu af svæðinu en það streittist á móti þar sem það óttaðist um félaga sína sem hlekkjaðir voru við vélarnar. Þá hafi lögreglan orðið ruddalegri og að lokum handtekið tvo af mótmælendum. Martin segir að eftir að mótmælaaðgerðum lauk hafi nálægt um tíu lögregluþjónar með hund farið að tjaldbúðunum. Hann segir lögregluna hafa farið inn í tjöld mótmælenda og krafist vegabréfa þeirra. Martin segist álíta þetta framferði lögreglunnar vera brot á íslenskum lögum. Hann segir eina stúlku hafa mótmælt þessu framferði lögreglunnar og að hún hafi þá verið dregin með valdi á brott.
Fréttir Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira