Fá verkið aldrei á sínum forsendum 21. mars 2005 00:01 "Það verður aldrei svo að þeir fái verkið á þeim forsendum sem þeir vilja jafnvel þó að þeir vinni dómsmálið," segir Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri. Íslenskir aðalverktakar hafa stefnt Vegagerðinni fyrir dómstóla og vilja að fyrra tilboð í framkvæmd Héðinsfjarðarganga, sem fram fór fyrir tveimur árum, verði áfram látið gilda. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tilkynnti fyrir skömmu að gangagerðin yrði aftur boðin út nú í haust en það eru forsvarsmenn ÍAV ekki ánægðir með. Fyrirtækið átti lægsta boð í göngin í fyrra útboði og vill að það verði látið standa jafnvel þótt því hafi verið hafnað af hálfu Vegagerðarinnar á sínum tíma. Gunnar segir niðurstöðu dómsmálsins í raun engu skipta. "Jafnvel þó að dómurinn yrði þeim í vil liggur það fyrir að farið verður í annað útboð en vera má að ÍAV verði dæmdar skaðabætur af einhverju tagi." Hann segir tilboðinu hafa verið hafnað af ýmsum ástæðum sem enn séu í fullu gildi. "Tilboð þeirra var of hátt að okkar mati þó það hafi verið það lægsta sem fram kom. Einnig lék vafi á að okkur væri heimilt að taka tilboði þeirra þar sem þar væri mögulega brotið jafnræði á bjóðendum enda gerði ÍAV ráð fyrir að hefja framkvæmdir ekki fyrr en árið 2006. Aðrir bjóðendur settu engin slík skilyrði og hefðu þá mögulega getað lækkað tilboð sín." Hjá samgönguráðuneytinu fengust þær upplýsingar að málið væri alfarið á könnu Vegagerðarinnar. Engar hugmyndir eru uppi um afskipti af málinu enda sé það enn fyrir dómstólum og engin niðurstaða fengin. Vegagerðin þurfi að hafa frjálsar heimildir til að hafna eða taka tilboðum sem berist og stofnunin verði að standa og falla með ákvörðunum sínum án þess að ráðuneytið komi þar að. - aöe Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
"Það verður aldrei svo að þeir fái verkið á þeim forsendum sem þeir vilja jafnvel þó að þeir vinni dómsmálið," segir Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri. Íslenskir aðalverktakar hafa stefnt Vegagerðinni fyrir dómstóla og vilja að fyrra tilboð í framkvæmd Héðinsfjarðarganga, sem fram fór fyrir tveimur árum, verði áfram látið gilda. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tilkynnti fyrir skömmu að gangagerðin yrði aftur boðin út nú í haust en það eru forsvarsmenn ÍAV ekki ánægðir með. Fyrirtækið átti lægsta boð í göngin í fyrra útboði og vill að það verði látið standa jafnvel þótt því hafi verið hafnað af hálfu Vegagerðarinnar á sínum tíma. Gunnar segir niðurstöðu dómsmálsins í raun engu skipta. "Jafnvel þó að dómurinn yrði þeim í vil liggur það fyrir að farið verður í annað útboð en vera má að ÍAV verði dæmdar skaðabætur af einhverju tagi." Hann segir tilboðinu hafa verið hafnað af ýmsum ástæðum sem enn séu í fullu gildi. "Tilboð þeirra var of hátt að okkar mati þó það hafi verið það lægsta sem fram kom. Einnig lék vafi á að okkur væri heimilt að taka tilboði þeirra þar sem þar væri mögulega brotið jafnræði á bjóðendum enda gerði ÍAV ráð fyrir að hefja framkvæmdir ekki fyrr en árið 2006. Aðrir bjóðendur settu engin slík skilyrði og hefðu þá mögulega getað lækkað tilboð sín." Hjá samgönguráðuneytinu fengust þær upplýsingar að málið væri alfarið á könnu Vegagerðarinnar. Engar hugmyndir eru uppi um afskipti af málinu enda sé það enn fyrir dómstólum og engin niðurstaða fengin. Vegagerðin þurfi að hafa frjálsar heimildir til að hafna eða taka tilboðum sem berist og stofnunin verði að standa og falla með ákvörðunum sínum án þess að ráðuneytið komi þar að. - aöe
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira