Innlent

Annar jeppinn fundinn

Rétt fyrir klukkan sjö fann björgunarþyrla annan jeppann sem leitað hefur verið að á hálendinu í dag. Bíllinn var mannlaus en hann fannst vestan við Kerlingarfjöll. Leit hefur staðið yfir í allan dag að þremur ungmennum sem fór á tveimur bílum suður Kjöl og verður leitin aukin til muna í kvöld og nótt. Um sjötíu manna björgunarlið leitar nú við austanverðan Langjökul og við Kerlingafjöll og verður farið upp á Langjökul með morgninum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×