Hallgrímur aftur til Kabúl 21. mars 2005 00:01 Hallgrímur Sigurðsson, fyrrverandi yfirmaður Kabúlflugvallar í Afganistan, er aftur kominn til starfa á flugvellinum í Kabúl á vegum íslenska ríkisins. Aðeins eru fjórir mánuðir síðan utanríkisráðuneytið kallaði Hallgrím heim í kjölfar sjálfsmorðsárásar þar sem tvær konur létust og þrír íslenskir friðargæsluliðar særðust. Hallgrímur var flugvallarstjóri í Kabúl og yfirmaður alþjóðlegu friðargæslunnar þar í nóvember í fyrra þegar íslensku friðargæsluliðarnir urðu fyrir sjálfsmorðsárás á Chicken Street. Íslendingarnir voru staddir í fjölfarinni götu í teppainnkaupum að frumkvæði Hallgríms þegar árásin var gerð. Í kjölfarið kallaði íslenska utanríkisráðuneytið hann heim og leysti hann frá störfum fyrr en áætlað hafði verið. Nú er Hallgrímur kominn aftur til starfa á Kabúlflugvelli, í ráðgjafastarf, sem snýst um það að gera úttekt á rekstri flugvallarins og gera áætlun um hvernig best verði staðið að því að breyta honum úr herflugvelli í borgaralegan flugvöll undir stjórn Afgana sjálfra. Það var Atlantshafsbandalagið sem leitaði sérstaklega til Íslands eftir aðstoð í þessu verkefni vegna reynslu Íslendinga af rekstri flugvalla og flugvallastjórn, bæði í Pristina í Kosovo og Kabúl. Beiðnin barst utanríkisráðuneytinu sem sendi hana í samgönguráðuneytið sem leitaði til Flugmálastjórnar. Þar hefur Hallgrímur starfað sem yfirmaður í mörg ár. Aðspurður hvers vegna brugðist sé við beiðni NATO með því að senda Hallgrím til Kabúl segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, að fjöldi sérfræðinga hjá Flugmálastjórn komi að verkefninu og hæfasta fólkið sé einfaldlega sett í það. Hann neitar því að með þessu sé verið að gefa utanríkisráðuneytinu langt nef. Hvorki Davíð Oddsson utanríkisráðherra né Sturla Böðvarsson samgönguráðherra vissu um þetta mál þegar það var borið undir þá í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Hallgrímur Sigurðsson, fyrrverandi yfirmaður Kabúlflugvallar í Afganistan, er aftur kominn til starfa á flugvellinum í Kabúl á vegum íslenska ríkisins. Aðeins eru fjórir mánuðir síðan utanríkisráðuneytið kallaði Hallgrím heim í kjölfar sjálfsmorðsárásar þar sem tvær konur létust og þrír íslenskir friðargæsluliðar særðust. Hallgrímur var flugvallarstjóri í Kabúl og yfirmaður alþjóðlegu friðargæslunnar þar í nóvember í fyrra þegar íslensku friðargæsluliðarnir urðu fyrir sjálfsmorðsárás á Chicken Street. Íslendingarnir voru staddir í fjölfarinni götu í teppainnkaupum að frumkvæði Hallgríms þegar árásin var gerð. Í kjölfarið kallaði íslenska utanríkisráðuneytið hann heim og leysti hann frá störfum fyrr en áætlað hafði verið. Nú er Hallgrímur kominn aftur til starfa á Kabúlflugvelli, í ráðgjafastarf, sem snýst um það að gera úttekt á rekstri flugvallarins og gera áætlun um hvernig best verði staðið að því að breyta honum úr herflugvelli í borgaralegan flugvöll undir stjórn Afgana sjálfra. Það var Atlantshafsbandalagið sem leitaði sérstaklega til Íslands eftir aðstoð í þessu verkefni vegna reynslu Íslendinga af rekstri flugvalla og flugvallastjórn, bæði í Pristina í Kosovo og Kabúl. Beiðnin barst utanríkisráðuneytinu sem sendi hana í samgönguráðuneytið sem leitaði til Flugmálastjórnar. Þar hefur Hallgrímur starfað sem yfirmaður í mörg ár. Aðspurður hvers vegna brugðist sé við beiðni NATO með því að senda Hallgrím til Kabúl segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, að fjöldi sérfræðinga hjá Flugmálastjórn komi að verkefninu og hæfasta fólkið sé einfaldlega sett í það. Hann neitar því að með þessu sé verið að gefa utanríkisráðuneytinu langt nef. Hvorki Davíð Oddsson utanríkisráðherra né Sturla Böðvarsson samgönguráðherra vissu um þetta mál þegar það var borið undir þá í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira