Sveitarfélögum klesst upp við vegg 21. mars 2005 00:01 Geir H. Haarde fjármálaráðherra gagnrýndi harkalega áform meirihluta R-listans í Reykjavík að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla innan fárra ára. Hann sagði að með ákvörðun sinni hefðu borgaryfirvöld sett óþarfa þrýsting á öll önnur sveitarfélög og í raun klesst þeim upp við vegg. Þrýsting sem gæti leitt til stóraukinna útgjalda fyrir sveitarfélög sem þegar stæðu illa fjárhagslega. Gagnrýnin kom fram á Alþingi í gær þegar Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði ráðherrann hvort gert hefði verið samkomulag við borgaryfirvöld um að ríkið kæmi sérstaklega að því að greiða niður leikskólagjöldin. Arnbjörg sagði nauðsynlegt fá þetta á hreint því í fjölmiðlum hefði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagt að fjármunir frá ríkinu yrðu nýttir til að greiða leikskólagjöldin niður. Geir svaraði því til að ekkert samkomulag um þetta hefði verið gert. Borgin hygðist nýta þá fjármuni sem hún fengi samkvæmt breyttri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga til að greiða niður leikskólagjöldin. Hann sagði að borgarstjóri hefði komið í bakið á ríkisstjórninni með yfirlýsingum sínum í fjölmiðlum. Ef sveitarfélög hefðu efni á að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla þá væri það ágætt. Hugsunin með breyttri tekjuskiptingu og einhliða tilfærslu fjár frá ríkinu til sveitarfélaga hefði hins vegar verið að hjálpa þeim sveitarfélögum sem verst væru sett fjárhagslega en ekki borginni til að greiða niður leikskólagjöldin. Steinunn Valdís segir viðbrögð ráðherra einkennast af pirringi yfir því að Reykjavíkurborg hafi tekið frumkvæði í leikskólamálum. Hún segir að næsti áfangi rúmist innan fjárhagsáætlunar borgarinnar. Það samkomulag sem þegar hafi verið samþykkt milli ríkis og sveitarfélga skili borginni það miklum tekjum að borgin geti notað þær í þetta verkefni. "Ég kippi mér ekki upp við það þó fjármálaráðherra taki eitthvað geðvonskukast," segir Steinunn Valdís. "Sveitarfélögum er í sjálfvald sett hvaða þjónustu þau bjóða upp á. Hafnarfjörður bauð til dæmis börnum upp að tíu ára aldri upp á ókeypis íþróttastarf. Önnur sveitarfélög hafa ekki tekið upp á því." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Geir H. Haarde fjármálaráðherra gagnrýndi harkalega áform meirihluta R-listans í Reykjavík að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla innan fárra ára. Hann sagði að með ákvörðun sinni hefðu borgaryfirvöld sett óþarfa þrýsting á öll önnur sveitarfélög og í raun klesst þeim upp við vegg. Þrýsting sem gæti leitt til stóraukinna útgjalda fyrir sveitarfélög sem þegar stæðu illa fjárhagslega. Gagnrýnin kom fram á Alþingi í gær þegar Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði ráðherrann hvort gert hefði verið samkomulag við borgaryfirvöld um að ríkið kæmi sérstaklega að því að greiða niður leikskólagjöldin. Arnbjörg sagði nauðsynlegt fá þetta á hreint því í fjölmiðlum hefði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagt að fjármunir frá ríkinu yrðu nýttir til að greiða leikskólagjöldin niður. Geir svaraði því til að ekkert samkomulag um þetta hefði verið gert. Borgin hygðist nýta þá fjármuni sem hún fengi samkvæmt breyttri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga til að greiða niður leikskólagjöldin. Hann sagði að borgarstjóri hefði komið í bakið á ríkisstjórninni með yfirlýsingum sínum í fjölmiðlum. Ef sveitarfélög hefðu efni á að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla þá væri það ágætt. Hugsunin með breyttri tekjuskiptingu og einhliða tilfærslu fjár frá ríkinu til sveitarfélaga hefði hins vegar verið að hjálpa þeim sveitarfélögum sem verst væru sett fjárhagslega en ekki borginni til að greiða niður leikskólagjöldin. Steinunn Valdís segir viðbrögð ráðherra einkennast af pirringi yfir því að Reykjavíkurborg hafi tekið frumkvæði í leikskólamálum. Hún segir að næsti áfangi rúmist innan fjárhagsáætlunar borgarinnar. Það samkomulag sem þegar hafi verið samþykkt milli ríkis og sveitarfélga skili borginni það miklum tekjum að borgin geti notað þær í þetta verkefni. "Ég kippi mér ekki upp við það þó fjármálaráðherra taki eitthvað geðvonskukast," segir Steinunn Valdís. "Sveitarfélögum er í sjálfvald sett hvaða þjónustu þau bjóða upp á. Hafnarfjörður bauð til dæmis börnum upp að tíu ára aldri upp á ókeypis íþróttastarf. Önnur sveitarfélög hafa ekki tekið upp á því."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira