Innlent

Mjöll Frigg fær starfsleyfið

Starfsleyfi efnaverksmiðju Mjallar Friggjar á Akureyri hefur verið framlengt. Alfreð Schiöth, sviðstjóri mengunarvarnasviðs Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, segir að ákveðið hafi verið að framlengja eldra leyfi verksmiðjunnar en ekki endurnýja. Hann segir það gert þar sem eftirlitsaðilar sem og eigendur verksmiðjunnar skoði að gera breytingar á verksmiðjunni sem auki enn öryggi hennar umfram þær kröfur sem gildandi reglugerðir kveða á um.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×