Innlent

Þyrlan sveimar yfir Hveravöllum

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú komin að Hveravöllum og sveimar þar yfir svæðið í leit að tveimur Toyota Hi-Lux jeppum sem fóru frá Dalvík um klukkan 14 í gær. Lögreglan og landssamband björgunarsveita, Landsbjörg, hófu leit í hádeginu. Björgunarsveitir eru á leið á svæðið úr öllum áttum og eru björgunarsveitarmenn að norðan komnir að Hveravöllum. Í bílunum eru tveir karlmenn og ein kona, 19 ára gömul. Fólkið ætlaði suður til Keflavíkur um Kaldadal en hefur ekki skilað sér. Um klukkan 17 í gær sást til bílanna við Dúfnanesfell og var ætlun þeirra að halda niður að Hveravöllum. Um fimmtíu björgunarsveitarmenn á fjórtán farartækjum taka þátt í leitinni, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar, og er þokkalegt veður á svæðinu. Samkvæmt veðurspá á veðrið hins vegar að versna upp úr klukkan 16 í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×