Innlent

Tveggja jeppa leitað

Lögreglan og Landssamband björgunarsveita, Landsbjörg, eru nú í hádeginu að hefja leit á tveimur Toyota Hi-Lux jeppum sem fóru frá Dalvík um klukkan 14 í gær. Í bílunum eru tveir karlmenn og ein kona. Fólkið ætlaði suður til Keflavíkur um Kaldadal en hefur ekki skilað sér. Ef einhver hefur orðið var við ferðir bílanna eru þeir beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×